Stenst ekki kröfur 14. september 2010 05:30 Skýrslan flutt Atli Gíslason, þingmaður VG og formaður níu manna þingmannanefndar, flutti þinginu skýrslu nefndarinnar á þingfundi í gær. Aðrir nefndarmenn fylgdu í kjölfarið. fréttablaðið/gva „Lögin um landsdóm og lögin um ráðherraábyrgð hafa runnið sitt skeið og uppfylla ekki þær kröfur sem almennar reglur sakamálaréttarfars og mannréttindareglur gera." Þetta segir Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður á lögmannsstofunni Lex og formaður Lögfræðingafélags Íslands. Kristín sér ýmsa meinbugi á þeirri niðurstöðu sjö þingmanna í sérstakri þingmannanefnd að draga beri fyrrverandi ráðherra fyrir landsdóm. Fyrir það fyrsta bendir hún á að lögin um landsdóm geri ráð fyrir að mál sé rannsakað eftir að Alþingi tekur ákvörðun um að ákæra og fyrir hvað sé ákært. „Þetta er í algjörri andstöðu við þá grundvallarreglu sakamálaréttarfars að rannsaka skuli mál áður en ákvörðun um að ákæra er tekin. Rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis kemur ekki í stað sakamálarannsóknar." Kristín EdwaldÖnnur meginregla sakamálaréttarfars sé að rannsókn eigi að beinast að því að leiða hið sanna og rétta í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu og til sektar. Frá þessu sé vikið í málum ráðherranna fyrrverandi. „Saksóknari Alþingis er bundinn af ákvörðun Alþingis um fyrir hvað er ákært. Hann getur hvorki fallið frá ákærunni né einstökum þáttum hennar. Ef búið er að gefa út ákæru áður en rannsókn fer fram er bersýnilegt að slík eftirfarandi rannsókn hlýtur að beinast eingöngu að því að undirbyggja þá ákæru sem þegar hefur verið gefin út. Með þessu fyrirkomulagi sem lögin um landsdóm gera ráð fyrir eru grundvallarréttindi sakaðra manna fyrir borð borin og uppfylla ekki kröfur mannréttindaákvæða um réttláta málsmeðferð." Þá metur Kristín refsiheimildirnar óskýrar og segir vafa leika á hvort þær uppfylli kröfur stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu. Að auki telur hún skýrleika og nákvæmni ábótavant í verknaðarlýsingum þingsályktunartillagna þingmannanna. Ekki verði séð af þeim hvað það er nákvæmlega sem viðkomandi hefðu átt að gera en létu ógert. bjorn@frettabladid.is Fréttir Innlent Landsdómur Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
„Lögin um landsdóm og lögin um ráðherraábyrgð hafa runnið sitt skeið og uppfylla ekki þær kröfur sem almennar reglur sakamálaréttarfars og mannréttindareglur gera." Þetta segir Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður á lögmannsstofunni Lex og formaður Lögfræðingafélags Íslands. Kristín sér ýmsa meinbugi á þeirri niðurstöðu sjö þingmanna í sérstakri þingmannanefnd að draga beri fyrrverandi ráðherra fyrir landsdóm. Fyrir það fyrsta bendir hún á að lögin um landsdóm geri ráð fyrir að mál sé rannsakað eftir að Alþingi tekur ákvörðun um að ákæra og fyrir hvað sé ákært. „Þetta er í algjörri andstöðu við þá grundvallarreglu sakamálaréttarfars að rannsaka skuli mál áður en ákvörðun um að ákæra er tekin. Rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis kemur ekki í stað sakamálarannsóknar." Kristín EdwaldÖnnur meginregla sakamálaréttarfars sé að rannsókn eigi að beinast að því að leiða hið sanna og rétta í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu og til sektar. Frá þessu sé vikið í málum ráðherranna fyrrverandi. „Saksóknari Alþingis er bundinn af ákvörðun Alþingis um fyrir hvað er ákært. Hann getur hvorki fallið frá ákærunni né einstökum þáttum hennar. Ef búið er að gefa út ákæru áður en rannsókn fer fram er bersýnilegt að slík eftirfarandi rannsókn hlýtur að beinast eingöngu að því að undirbyggja þá ákæru sem þegar hefur verið gefin út. Með þessu fyrirkomulagi sem lögin um landsdóm gera ráð fyrir eru grundvallarréttindi sakaðra manna fyrir borð borin og uppfylla ekki kröfur mannréttindaákvæða um réttláta málsmeðferð." Þá metur Kristín refsiheimildirnar óskýrar og segir vafa leika á hvort þær uppfylli kröfur stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu. Að auki telur hún skýrleika og nákvæmni ábótavant í verknaðarlýsingum þingsályktunartillagna þingmannanna. Ekki verði séð af þeim hvað það er nákvæmlega sem viðkomandi hefðu átt að gera en létu ógert. bjorn@frettabladid.is
Fréttir Innlent Landsdómur Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira