Ferrari komið í alvöru titilslag á ný 12. september 2010 19:28 Ferrari liðið kampakátt á verðlaunapallinum á Monza brautinni á Ítalíu í dag. Mynd: Getty Images Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari telur að lið sitt sé nú komið fyrir alvöru í baráttu um meistaratitlanna í Formúlu 1 eftir að liðið náði fyrsta og þriðja sæti á heimavelli liðsins á Monza brautinni á Ítalíu. Alonso hefur minnkað bilið á milli sín og forystumanns stigamótsins, sem var Lewis Hamilton en er nú Mark Webber úr 41 stigi í 21. "Auðvitað erum við hamingjusamir að hafa náð þessum árangri fyrir framan landa okkar", sagði Domenicali í frétt á autosport.com. "Það var magnað að vera á verðlaunapallinum og finna stemmninguna, með mannhafið fyrir neðan og hafsjó af rauðum stuðningsmönnum, sem syngja þjóðsönginn." Domenicali segir að Ferrari hafi náð markmiði liðsins að minnka bilið í forystumennina. "Núna verður allt galopið til loka. Mótin hafa verið sérkennileg á þessu ári. Ef einhver gerir mistök eða lendir í ógöngum, þá stökkva keppinautarnir til og jafna leikinn. Það er mjög mikilvæg að sýna stöðugleika til loka og við sjáum hvað gerist í Abu Dhabi." Ferrari skákaði Jenson Button og McLaren eftir þjónustuhlé, en Domenicali telur að Ferrari hefði unnið, sama hvaða þjónustuáætlun hefði verið beitt, en Button tók hlé á undan Alonso. Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren samsinnti því. "Við töpuðum af fyrsta sætinu í ræsingunni og reyndum því að skilja hvað væri best fyrir okkur að gera í kappakstrinum til að komast framúr á ný. Við vorum nærri því að kalla Alonso inn í sama hring og Jenson. Reynsla okkar frá mótinu í Kanada kenndi okkur lexíu og Alonso ók góðan hring fyrir hlé. Hléið var fullkomið og það gerði gæfumuninn. Við náðum fyrsta sæti í stað öðru." Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari telur að lið sitt sé nú komið fyrir alvöru í baráttu um meistaratitlanna í Formúlu 1 eftir að liðið náði fyrsta og þriðja sæti á heimavelli liðsins á Monza brautinni á Ítalíu. Alonso hefur minnkað bilið á milli sín og forystumanns stigamótsins, sem var Lewis Hamilton en er nú Mark Webber úr 41 stigi í 21. "Auðvitað erum við hamingjusamir að hafa náð þessum árangri fyrir framan landa okkar", sagði Domenicali í frétt á autosport.com. "Það var magnað að vera á verðlaunapallinum og finna stemmninguna, með mannhafið fyrir neðan og hafsjó af rauðum stuðningsmönnum, sem syngja þjóðsönginn." Domenicali segir að Ferrari hafi náð markmiði liðsins að minnka bilið í forystumennina. "Núna verður allt galopið til loka. Mótin hafa verið sérkennileg á þessu ári. Ef einhver gerir mistök eða lendir í ógöngum, þá stökkva keppinautarnir til og jafna leikinn. Það er mjög mikilvæg að sýna stöðugleika til loka og við sjáum hvað gerist í Abu Dhabi." Ferrari skákaði Jenson Button og McLaren eftir þjónustuhlé, en Domenicali telur að Ferrari hefði unnið, sama hvaða þjónustuáætlun hefði verið beitt, en Button tók hlé á undan Alonso. Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren samsinnti því. "Við töpuðum af fyrsta sætinu í ræsingunni og reyndum því að skilja hvað væri best fyrir okkur að gera í kappakstrinum til að komast framúr á ný. Við vorum nærri því að kalla Alonso inn í sama hring og Jenson. Reynsla okkar frá mótinu í Kanada kenndi okkur lexíu og Alonso ók góðan hring fyrir hlé. Hléið var fullkomið og það gerði gæfumuninn. Við náðum fyrsta sæti í stað öðru."
Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira