Fyrningarleiðin svikin Björgvin Guðmudsson skrifar 1. október 2010 10:00 Þegar þetta er ritað er allt útlit fyrir að fyrningarleiðin í sjávarútvegi verði svikin. Þetta var stærsta kosningamál Samfylkingarinnar í síðustu þingkosningum. Það má fullyrða að loforð Samfylkingarinnar um að fyrna aflaheimildir á 20 árum hafi fært henni það fylgi, sem dugði til þess að hún kæmist til valda. Ég fullyrði, að ef Samfylkingin hefði ekki lofað fyrningarleiðinni í sjávarútveginum væri hún ekki við völd í dag.Tvær leiðir lagðar fram Nefndin,sem skipuð var til þess að fjalla um útfærslu fyrningarleiðarinnar leggur til tvær leiðir: Samningaleið og leigutilboðsleið. Samningaleið byggir á því að kerfið verði að mestu óbreytt, útgerðin haldi veiðiheimildum sínum, fái 80-95% aflaheimilda en 5-20% fari í sérstakan pott. Úr þessum potti verði úthlutað eftir byggðasjónarmiðum og jafnvel eitthvað sett á uppboðsmarkað. Reiknað er með að útgerðin greiði eitthvað gjald fyrir veiðiheimildirnar. Talað er um að útgerðin fái jafnvel veiðiheimildir til langs tíma. Ef það verður stendur útgerðin og kvótakóngarnir betur að vígi en samkvæmt eldra kerfi. Það er þá verr af stað farið en heima setið. Hin leiðin sem nefndin hefur fjallað um og lögð er einnig fram er leigutilboðsleið. Það er útfærsla á fyrningarleið. Gert er þar ráð fyrir, að útgerðin bjóði í aflaheimildarnar og greiði fyrir eitt ár í senn. Áætlað er, að þessi leið gæfi 15 milljarða í tekjur fyrir ríkið á ári en samningaleiðin aðeins 1 milljarð.Alger svik á kosningaloforði Ég tel niðurstöðu svokallaðrar sáttanefndar algjör svik á kosningaloforði Samfylkingarinnar og svik á ákvæði stjórnarsáttmálans um að fara fyrningarleiðina á 20 árum. Það er auðvitað fræðilegur möguleiki á því að ríkisstjórnin fari ekki eftir tillögum „sáttanefndar". En með því að Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra er og hefur alltaf verið andvígur fyrningarleiðinni eru litlar líkur á að ríkisstjórnin ýti áliti nefndarinnar út af borðinu. Frá fyrsta degi hefur Jón Bjarnason dregið lappirnar í þessu máli. Hann hefur verið á móti fyrningarleiðinni og það var ljóst, að ætlun hans var sú, að nefndin mundi leggja fram einhverja moðsuðu eða tillögur, sem fælu ekki í sér fulla framkvæmd á fyrningarleiðinni. Það hefur gerst. Að mínu mati var það út í hött að skipa nefnd með fulltrúum frá LÍÚ til þess að fjalla um fyrningarleiðina. Vitað var að samtök útgerðarinnar voru á móti fyrningarleiðinni. Á meðan þau töldu,að halda ætti við ákvæði stjórnarsáttmálans neituðu fulltrúar þeirra að mæta í nefndinni. Þá fóru fyrirsvarsmenn nefndarinnar að hörfa í málinu og það dugði til þess að LÍÚ fór að mæta aftur. Útgerðarmenn höguðu sér í þessu máli eins og óþekkur krakki. Guðbjartur Hannesson og aðrir fulltrúar stjórnarflokkanna í nefndinn hafa munað vel eftir útgerðarmönnum við nefndarstarfið og hafa reynt að þóknast þeim. En þeir gleymdu einum aðila. Þeir gleymdu kjósendum. Kjósendum var lofað fyrningarleið á 20 árum. Það er nú verið að svíkja það. Hvar eru nú nýju vinnubrögðin, sem átti að taka upp eftir hrun. Átti ekki að hætta að svíkja kosningaloforðin? Átti ekki að virða vilja kjósenda og standa við gefin loforð. Jú, því var heitið. Ef ríkisstjórnin svíkur fyrningarleiðina getur hún farið strax frá. Hún hefur þá fyrirgert rétti sínum til þess að sitja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar þetta er ritað er allt útlit fyrir að fyrningarleiðin í sjávarútvegi verði svikin. Þetta var stærsta kosningamál Samfylkingarinnar í síðustu þingkosningum. Það má fullyrða að loforð Samfylkingarinnar um að fyrna aflaheimildir á 20 árum hafi fært henni það fylgi, sem dugði til þess að hún kæmist til valda. Ég fullyrði, að ef Samfylkingin hefði ekki lofað fyrningarleiðinni í sjávarútveginum væri hún ekki við völd í dag.Tvær leiðir lagðar fram Nefndin,sem skipuð var til þess að fjalla um útfærslu fyrningarleiðarinnar leggur til tvær leiðir: Samningaleið og leigutilboðsleið. Samningaleið byggir á því að kerfið verði að mestu óbreytt, útgerðin haldi veiðiheimildum sínum, fái 80-95% aflaheimilda en 5-20% fari í sérstakan pott. Úr þessum potti verði úthlutað eftir byggðasjónarmiðum og jafnvel eitthvað sett á uppboðsmarkað. Reiknað er með að útgerðin greiði eitthvað gjald fyrir veiðiheimildirnar. Talað er um að útgerðin fái jafnvel veiðiheimildir til langs tíma. Ef það verður stendur útgerðin og kvótakóngarnir betur að vígi en samkvæmt eldra kerfi. Það er þá verr af stað farið en heima setið. Hin leiðin sem nefndin hefur fjallað um og lögð er einnig fram er leigutilboðsleið. Það er útfærsla á fyrningarleið. Gert er þar ráð fyrir, að útgerðin bjóði í aflaheimildarnar og greiði fyrir eitt ár í senn. Áætlað er, að þessi leið gæfi 15 milljarða í tekjur fyrir ríkið á ári en samningaleiðin aðeins 1 milljarð.Alger svik á kosningaloforði Ég tel niðurstöðu svokallaðrar sáttanefndar algjör svik á kosningaloforði Samfylkingarinnar og svik á ákvæði stjórnarsáttmálans um að fara fyrningarleiðina á 20 árum. Það er auðvitað fræðilegur möguleiki á því að ríkisstjórnin fari ekki eftir tillögum „sáttanefndar". En með því að Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra er og hefur alltaf verið andvígur fyrningarleiðinni eru litlar líkur á að ríkisstjórnin ýti áliti nefndarinnar út af borðinu. Frá fyrsta degi hefur Jón Bjarnason dregið lappirnar í þessu máli. Hann hefur verið á móti fyrningarleiðinni og það var ljóst, að ætlun hans var sú, að nefndin mundi leggja fram einhverja moðsuðu eða tillögur, sem fælu ekki í sér fulla framkvæmd á fyrningarleiðinni. Það hefur gerst. Að mínu mati var það út í hött að skipa nefnd með fulltrúum frá LÍÚ til þess að fjalla um fyrningarleiðina. Vitað var að samtök útgerðarinnar voru á móti fyrningarleiðinni. Á meðan þau töldu,að halda ætti við ákvæði stjórnarsáttmálans neituðu fulltrúar þeirra að mæta í nefndinni. Þá fóru fyrirsvarsmenn nefndarinnar að hörfa í málinu og það dugði til þess að LÍÚ fór að mæta aftur. Útgerðarmenn höguðu sér í þessu máli eins og óþekkur krakki. Guðbjartur Hannesson og aðrir fulltrúar stjórnarflokkanna í nefndinn hafa munað vel eftir útgerðarmönnum við nefndarstarfið og hafa reynt að þóknast þeim. En þeir gleymdu einum aðila. Þeir gleymdu kjósendum. Kjósendum var lofað fyrningarleið á 20 árum. Það er nú verið að svíkja það. Hvar eru nú nýju vinnubrögðin, sem átti að taka upp eftir hrun. Átti ekki að hætta að svíkja kosningaloforðin? Átti ekki að virða vilja kjósenda og standa við gefin loforð. Jú, því var heitið. Ef ríkisstjórnin svíkur fyrningarleiðina getur hún farið strax frá. Hún hefur þá fyrirgert rétti sínum til þess að sitja.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun