Ekkert bendir til þess að gosið sé í rénun 21. apríl 2010 11:41 Gosið í Eyjafjallajökli. Ekkert bendir til þess að gosið sé í rénum. Íbúafundir verða haldnir í dag á Goðalandi í Fljótshlíð kl. 14.00, í grunnskólanum á Hellu kl. 17.00 og í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli kl. 20.00. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Upplýsingafundir sérfræðinga voru haldnir í upplýsingamiðstöðvunum í Skógarhlíð og í Hvoli á Hvolsvelli í morgun. Páll Einarsson og Sigurður R. Gíslason, frá Jarðvísindastofnun HÍ, og Guðrún Nína Petersen frá Veðurstofu Íslands voru á fundinum í Skógarhlíð. Ármann Höskuldsson og Martin Hensch, frá Jarðvísindastofnun HÍ, voru á fundinum á Hvoli. Á fundinum í Skógarhlíð kom fram að engin merki eru um að gosið sé í rénun, en öskumyndun er töluvert minni en verið hefur. Samsetning öskunnar er óbreytt en flúorinnihald hennar hefur aukist talsvert (800 mg/kg). Ekkert bendir þó enn til þess að forða þurfi skepnum í hús strax. Fylgst verður grannt áfram með flúorinnihaldinu. Gosstrókurinn er mjög lágur og mælist ekki á ratsjá. Ekki er gert ráð fyrir að aska nái upp að 20.000 fetum (6 - 7 km) á næstu dögum. Öskufall verður áfram suður og suðaustur af jöklinum í dag en vindátt snýst svo í NA og mun öskufallið færast í suðvestur í kvöld. Spáð er hægum vindi. Það, ásamt lítilli öskumyndun, gerir að verkum að askan mun ekki falla langt frá gosstöðvunum. Engar líkur eru á öskufalli suðvestanlands. Veðurstofan spáir því að öskufallið verði mjög nálægt gosstöðvunum næstu fjóra daga. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Íbúafundir verða haldnir í dag á Goðalandi í Fljótshlíð kl. 14.00, í grunnskólanum á Hellu kl. 17.00 og í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli kl. 20.00. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Upplýsingafundir sérfræðinga voru haldnir í upplýsingamiðstöðvunum í Skógarhlíð og í Hvoli á Hvolsvelli í morgun. Páll Einarsson og Sigurður R. Gíslason, frá Jarðvísindastofnun HÍ, og Guðrún Nína Petersen frá Veðurstofu Íslands voru á fundinum í Skógarhlíð. Ármann Höskuldsson og Martin Hensch, frá Jarðvísindastofnun HÍ, voru á fundinum á Hvoli. Á fundinum í Skógarhlíð kom fram að engin merki eru um að gosið sé í rénun, en öskumyndun er töluvert minni en verið hefur. Samsetning öskunnar er óbreytt en flúorinnihald hennar hefur aukist talsvert (800 mg/kg). Ekkert bendir þó enn til þess að forða þurfi skepnum í hús strax. Fylgst verður grannt áfram með flúorinnihaldinu. Gosstrókurinn er mjög lágur og mælist ekki á ratsjá. Ekki er gert ráð fyrir að aska nái upp að 20.000 fetum (6 - 7 km) á næstu dögum. Öskufall verður áfram suður og suðaustur af jöklinum í dag en vindátt snýst svo í NA og mun öskufallið færast í suðvestur í kvöld. Spáð er hægum vindi. Það, ásamt lítilli öskumyndun, gerir að verkum að askan mun ekki falla langt frá gosstöðvunum. Engar líkur eru á öskufalli suðvestanlands. Veðurstofan spáir því að öskufallið verði mjög nálægt gosstöðvunum næstu fjóra daga.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira