Kristín Ýr: Ég og Hallbera náum rosalega vel saman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2010 17:15 Kristín Ýr Bjarnadóttir. Mynd/Valli Kristín Ýr Bjarnadóttir var í miklu stuði á Vodafone-vellinum í dag þegar hún skoraði þrennu í 3-0 sigri Vals á Þór/KA í undanúrslitaleik VISA-bikars kvenna. „Þetta var heldur betur góður dagur. Það er alltaf frábært að skora og alltaf jafn skemmtilegt þegar Valur skorar. Ég hata það ekkert ef ég skora en ég er jafnánægð ef einhver annar skorar í liðinu. Þessi leikur var frábær undirbúningur fyrir bikarúrslitaleikinn," sagði Kristín Ýr kát í leikslok. Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði tvö fyrstu mörkin sín eftir glæsilegar fyrirgjafir frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur. „Ég og Hallbera náum rosalega vel saman bæði innan vallar sem utan og þessi mörk voru engin tilviljun því við erum búnar að æfa þetta allt saman," sagði Kristín Ýr. Hún innsiglaði síðan þrennuna af vítapunktinum. „Við Hallbera erum svo góðar vinkonur að ég gaf henni síðustu vítaspyrnu. Ég ákvað að vera svolítið kurteis núna og spurði ég Guðnýju hvort hún vildi taka vítið í dag. Ég vonaði samt að hún segði nei og það gerði hún," sagði Kristín Ýr en Guðný Björk Óðinsdóttir fiskaði vítið. „Við ákváðum að fara Krísuvíkurleiðina í bikarnum. Okkur finnst alltaf jafn skemmtilegt þegar fólk er að segja að við séum áskrifendur að titlunum og að við förum alltaf auðveldu leiðina. Núna held ég að við séum búnar að svara því ágætlega," sagði Kristín Ýr en Valur hafði unnið Breiðablik og Fylki á útivelli á leið sinni í undanúrslitin. Kristín Ýr vildi hrósa markverði liðsins Maríu Björgu Ágústsdóttur sem lokaði markinu vel þegar Þór/KA fékk færin sín í dag. „Ef Mæja væri ekki í markinu hjá okkur þá veit ég ekki hvað við myndum gera. Þetta er besta tímabilið hennar og hún er svo klárlega í landsliðsklassa að það hálfa væri nóg. Hún er búin að halda okkur inn í leikjum þegar við missum einbeitinguna. Lið eins og Þór/KA og Breiðabliks sem eru með rosalega fljóta framherja fá alltaf færi á móti okkur en Mæja en er með þær í vasanum og er að bjarga okkur," segir Kristín Ýr. „Við fórum yfir nokkur vel valin atriði í hálfleik og bættum það sem þurfti að bæta. Við erum mjög þolinmóðar ungar stúlkur og fengum mörkin síðan í lokin," sagði Kristín Ýr. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira
Kristín Ýr Bjarnadóttir var í miklu stuði á Vodafone-vellinum í dag þegar hún skoraði þrennu í 3-0 sigri Vals á Þór/KA í undanúrslitaleik VISA-bikars kvenna. „Þetta var heldur betur góður dagur. Það er alltaf frábært að skora og alltaf jafn skemmtilegt þegar Valur skorar. Ég hata það ekkert ef ég skora en ég er jafnánægð ef einhver annar skorar í liðinu. Þessi leikur var frábær undirbúningur fyrir bikarúrslitaleikinn," sagði Kristín Ýr kát í leikslok. Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði tvö fyrstu mörkin sín eftir glæsilegar fyrirgjafir frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur. „Ég og Hallbera náum rosalega vel saman bæði innan vallar sem utan og þessi mörk voru engin tilviljun því við erum búnar að æfa þetta allt saman," sagði Kristín Ýr. Hún innsiglaði síðan þrennuna af vítapunktinum. „Við Hallbera erum svo góðar vinkonur að ég gaf henni síðustu vítaspyrnu. Ég ákvað að vera svolítið kurteis núna og spurði ég Guðnýju hvort hún vildi taka vítið í dag. Ég vonaði samt að hún segði nei og það gerði hún," sagði Kristín Ýr en Guðný Björk Óðinsdóttir fiskaði vítið. „Við ákváðum að fara Krísuvíkurleiðina í bikarnum. Okkur finnst alltaf jafn skemmtilegt þegar fólk er að segja að við séum áskrifendur að titlunum og að við förum alltaf auðveldu leiðina. Núna held ég að við séum búnar að svara því ágætlega," sagði Kristín Ýr en Valur hafði unnið Breiðablik og Fylki á útivelli á leið sinni í undanúrslitin. Kristín Ýr vildi hrósa markverði liðsins Maríu Björgu Ágústsdóttur sem lokaði markinu vel þegar Þór/KA fékk færin sín í dag. „Ef Mæja væri ekki í markinu hjá okkur þá veit ég ekki hvað við myndum gera. Þetta er besta tímabilið hennar og hún er svo klárlega í landsliðsklassa að það hálfa væri nóg. Hún er búin að halda okkur inn í leikjum þegar við missum einbeitinguna. Lið eins og Þór/KA og Breiðabliks sem eru með rosalega fljóta framherja fá alltaf færi á móti okkur en Mæja en er með þær í vasanum og er að bjarga okkur," segir Kristín Ýr. „Við fórum yfir nokkur vel valin atriði í hálfleik og bættum það sem þurfti að bæta. Við erum mjög þolinmóðar ungar stúlkur og fengum mörkin síðan í lokin," sagði Kristín Ýr.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira