Hópur fólks hefur ákveðið að efna til mótmæla á Stakkagerðistúni í Vestmannaeyjum klukkan 16.30 í dag. Mótmælin beinast að niðurskurði í heilbrigðismálum og hyggst fólkið mynda hring utan um Sjúkrahúsið í Eyjum.
Svipaða sögu er að segja víðsvegar af landsbyggðinni. Borgarafundur hefur til að mynda verið boðaður í íþróttahöllinni á Húsavík klukkan 17 og í íþróttahúsinu á Ísafirði klukkan 21.- þj