Landsbankinn bannaði starfsmönnum sínum að innleysa kaupréttarsamninga í árslok 2007. Grunur leikur á um að þetta hafi verið gert til að koma í veg fyrir lækkun á hlutabréfaverði bankans og að þetta geti flokkast sem markaðsmisnotkun.
Rannsóknarnefndin beinir því til saksóknara að rannsaka málið frekar.