Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi er tvöfaldur Norðurlandameistari unglinga í sundi eftir að hún fylgdi eftir gullinu í 800 metra skriðsundi í gær með því að vinna 200 metra baksund í morgun.
Eygló synti úrslitasundið í 200 metra baksundi á 2:13.60 mínútum en hún vann gullið í 800 metra skriðsundi í gær með því að synda á 8:49.93 mínútum. Þriðju verðlaun Eyglóar á mótinu var síðan silfur hennar í 100 metra baksundi í gær.
Anton Sveinn Mckee úr Ægi vann til tvennra silfurverðlauna annars vegar í 1500 m skriðsundi er hann synti á tímanum 15:52.17 mínútum og hinsvegar í 400 m skriðsundi á tímanum 3:59.58 mínútum.
Kolbeinn Hrafnkelsson úr SH vann svo til bronsverðlauna í 200 m baksundi á tímanum 2:03.50 mínútum.
Heildarárangur sundmannanna var góður en Njáll Þrastarson, Jóhanna Júlía Júlíusdóttir og Salome Jónsdóttir kepptu einnig á mótinu.

