Loksins sigurleikur hjá Chelsea Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. desember 2010 21:45 Tveimur leikjum af þremur er lokið í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea vann loksins sigur en Arsenal missti af tækifæri til að komast upp að hlið toppliðanna í deildinni. Chelsea vann Bolton, 1-0, með marki Florent Malouda á 61. mínútu. Chelsea hafði ekki unnið leik í deildinni síðan 10. nóvember og komst liðið þar með aftur upp í fjórða sæti deildarinnar. Fyrri hálfleikurinn var reyndar afar tíðindalítill og Jussi Jaaskeleinen hafði afar lítið að gera í marki Bolton - enda áttu heimamenn ekki skot að marki. Það breyttist þó í síðari hálfleik. Didier Drogba átti skot í stöng snemma í hálfleiknum en það var Malouda sem náði að skora skömmu síðar. Michael Essien átti góða sendingu á Drogba sem var sloppinn einn inn fyrir vörn Wolves. Hann gaf á Malouda sem skoraði í autt markið. Chelsea sótti nokkuð stíft undir lokin en dugði þó eina markið til að tryggja sér öll stigin þrjú sem í boði voru. Nicklas Bendtner fagnar í kvöld.Nordic Photos / Getty ImagesWigan og Arsenal gerðu jafntefli, 2-2, í viðburðarríkum leik. Arsene Wenger gerði átta breytingar á byrjunarliði Arsenal og það virtist hafa sitt að segja í upphafi leiksins. Wigan komst yfir með marki Ben Watson úr vítaspyrnu á 18. mínútu. Dómurinn var umdeildur en dómara leiksins þótti brotið á Charles N'Zogbia. Leikmenn Arsenal svöruðu þó fyrir sig og það með tveimur mörkum undir lok fyrri hálfleiks. Fyrst skoraði Andrei Arshavin með laglegri spyrnu eftir að skot Nicklas Bendtner var varið af Ali Al-Habsi í marki Wigan. Stuttu síðar skoraði Bendtner eftir stungusendingu frá Arshavin. Það benti fátt til þess að Wigan myndi jafna metin þegar að N'Zogbia fékk að líta beint rautt spjald á 77. mínútu fyrir að skalla Jack Wilshere. En aðeins fjórum mínútum voru heimamenn búnir að skora þökk sé sjálfsmarki Sebastien Squillaci sem skallaði knöttinn í eigið net af stuttu færi. Þar við sat og það voru skiljanlega svekktir leikmenn Arsenal sem gengu til búningsklefa. Skroll-Íþróttir Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Sjá meira
Tveimur leikjum af þremur er lokið í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea vann loksins sigur en Arsenal missti af tækifæri til að komast upp að hlið toppliðanna í deildinni. Chelsea vann Bolton, 1-0, með marki Florent Malouda á 61. mínútu. Chelsea hafði ekki unnið leik í deildinni síðan 10. nóvember og komst liðið þar með aftur upp í fjórða sæti deildarinnar. Fyrri hálfleikurinn var reyndar afar tíðindalítill og Jussi Jaaskeleinen hafði afar lítið að gera í marki Bolton - enda áttu heimamenn ekki skot að marki. Það breyttist þó í síðari hálfleik. Didier Drogba átti skot í stöng snemma í hálfleiknum en það var Malouda sem náði að skora skömmu síðar. Michael Essien átti góða sendingu á Drogba sem var sloppinn einn inn fyrir vörn Wolves. Hann gaf á Malouda sem skoraði í autt markið. Chelsea sótti nokkuð stíft undir lokin en dugði þó eina markið til að tryggja sér öll stigin þrjú sem í boði voru. Nicklas Bendtner fagnar í kvöld.Nordic Photos / Getty ImagesWigan og Arsenal gerðu jafntefli, 2-2, í viðburðarríkum leik. Arsene Wenger gerði átta breytingar á byrjunarliði Arsenal og það virtist hafa sitt að segja í upphafi leiksins. Wigan komst yfir með marki Ben Watson úr vítaspyrnu á 18. mínútu. Dómurinn var umdeildur en dómara leiksins þótti brotið á Charles N'Zogbia. Leikmenn Arsenal svöruðu þó fyrir sig og það með tveimur mörkum undir lok fyrri hálfleiks. Fyrst skoraði Andrei Arshavin með laglegri spyrnu eftir að skot Nicklas Bendtner var varið af Ali Al-Habsi í marki Wigan. Stuttu síðar skoraði Bendtner eftir stungusendingu frá Arshavin. Það benti fátt til þess að Wigan myndi jafna metin þegar að N'Zogbia fékk að líta beint rautt spjald á 77. mínútu fyrir að skalla Jack Wilshere. En aðeins fjórum mínútum voru heimamenn búnir að skora þökk sé sjálfsmarki Sebastien Squillaci sem skallaði knöttinn í eigið net af stuttu færi. Þar við sat og það voru skiljanlega svekktir leikmenn Arsenal sem gengu til búningsklefa.
Skroll-Íþróttir Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Sjá meira