Barnamenningarhús 29. apríl 2010 08:59 Fríkirkjuvegur 11 er perla í hjarta miðborgarinnar. Áratugum saman hefur húsið þjónað reykvískum börnum. Þegar meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ákvað haustið 2006 að selja Björgólfi Thor Björgólfssyni húsið lögðust borgarfulltrúar VG gegn því, enda dýrmætur hluti úr sögu barnanna í borginni. Húsið hefur hýst íþrótta- og tómstundasvið um langt skeið en þar á undan voru þar haldin ýmiss konar námskeið og starfsemi í þágu almennings og með sérstakri áherslu á börn. Borgarfulltrúar VG lögðu til að húsið yrði áfram í eigu borgarinnar og gert að barnamenningarhúsi. Þessi hugmynd er ekki úr lausu lofti gripin því að fjöldi fólks hefur talað fyrir sérstakri stofnun sem ætlað væri að standa vörð um barnamenningu á Íslandi. Samtök um barnamenningarstofnun hafa unnið vandaða vinnu, kynnt sér starfsemi sambærilegra húsa í nágrannalöndunum. Sú vinna lögð til grunvallar þegar VG flutti tillöguna í borgarstjórn haustið 2006. Tillagan var felld. Húsið var selt og hefur staðið autt síðan, þrátt fyrir háleit markmið. Undanfarnar tvær vikur hefur þó heldur betur lifnað yfir húsinu, enda var því breytt í ævintýrahöll í tilefni barnamenningarhátíðar í Reykjavík. Ævintýrahöllin var stórkostleg í alla staði og hafa í kjölfarið aftur sprottið upp hugmyndir um nýtingu hússins í þágu barna. Við vinstri græn stöndum enn föst á þeirri skoðun að húsið við Fríkirkjuveg 11 eigi að þjóna almenningi. Húsið er enn til staðar og á sér sögu sem bætir upp þau dapurlegu þrjú ár sem nú eru liðin frá sölunni. Þetta hús er kjörið til að nýta í þágu barna í Reykjavíkurborg og borgarfulltrúar vinstri grænna munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að það nái fram að ganga - hér eftir sem hingað til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Sóley Tómasdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fríkirkjuvegur 11 er perla í hjarta miðborgarinnar. Áratugum saman hefur húsið þjónað reykvískum börnum. Þegar meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ákvað haustið 2006 að selja Björgólfi Thor Björgólfssyni húsið lögðust borgarfulltrúar VG gegn því, enda dýrmætur hluti úr sögu barnanna í borginni. Húsið hefur hýst íþrótta- og tómstundasvið um langt skeið en þar á undan voru þar haldin ýmiss konar námskeið og starfsemi í þágu almennings og með sérstakri áherslu á börn. Borgarfulltrúar VG lögðu til að húsið yrði áfram í eigu borgarinnar og gert að barnamenningarhúsi. Þessi hugmynd er ekki úr lausu lofti gripin því að fjöldi fólks hefur talað fyrir sérstakri stofnun sem ætlað væri að standa vörð um barnamenningu á Íslandi. Samtök um barnamenningarstofnun hafa unnið vandaða vinnu, kynnt sér starfsemi sambærilegra húsa í nágrannalöndunum. Sú vinna lögð til grunvallar þegar VG flutti tillöguna í borgarstjórn haustið 2006. Tillagan var felld. Húsið var selt og hefur staðið autt síðan, þrátt fyrir háleit markmið. Undanfarnar tvær vikur hefur þó heldur betur lifnað yfir húsinu, enda var því breytt í ævintýrahöll í tilefni barnamenningarhátíðar í Reykjavík. Ævintýrahöllin var stórkostleg í alla staði og hafa í kjölfarið aftur sprottið upp hugmyndir um nýtingu hússins í þágu barna. Við vinstri græn stöndum enn föst á þeirri skoðun að húsið við Fríkirkjuveg 11 eigi að þjóna almenningi. Húsið er enn til staðar og á sér sögu sem bætir upp þau dapurlegu þrjú ár sem nú eru liðin frá sölunni. Þetta hús er kjörið til að nýta í þágu barna í Reykjavíkurborg og borgarfulltrúar vinstri grænna munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að það nái fram að ganga - hér eftir sem hingað til.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun