Fótbolti

Lahm hjá Bayern til 2016

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Bongarts
Philipp Lahm, fyrirliði þýska landsliðsins, hefur samþykkt að framlengja samning sinn við Bayern München til loka tímabilsins 2016.

Lahm kom fyrst til Bayern árið 1995, þá tólf ára gamall. Hann átti eitt og hálft ár eftir af gamla samningnum en mun nú spila með Bayern þar til að hann verður 32 ára gamall, að minnsta kosti.

„Við höfum komist að samkomulagi um nýjan samning og hann verður undirritaður á næstu dögum," sagði Karl-Neinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern.

Næst á dagskrá hjá Bayern er að tryggja að Bastian Schweinsteiger verði áfram í herbúðum liðsins en núverandi samningur hans rennur út árið 2012. Mörg stórlið í Evrópu hafa lýst yfir áhuga á að fá hann í sínar raðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×