Ekki meiri pressa á Vettel á heimavelli 21. júlí 2010 10:44 Vettel keyrði á sýningu á heimaslóðum sínum í Heppenheim í Þýskalandi á dögunum. Mynd: Getty Images Formúlu 1 ökumaðurinn Sebastian Vettel gladdi á dögunum landa sína í Heppenheim, þar sem hann er borinn og barnfæddur, en um helgina keppir hann á Hockenheim brautinni í Þýskalandi. Vettel er efstur þýskra ökumana í stigamótinu og einn af sex þýskum sem keppa á heimavelli. Vettel er 23 ára gamall og getur orðið yngsti meistari sögunnar ef vel gengur á árinu, en hann er í fjórða sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Lewis Hamilton, Jenson Button og Mark Webber. "Það er ekkert meiri pressa á mér á heimavelli. Ef eitthvað, þá færir heimavöllurinn mér meiri áræðni, þannig að ég geti kreist 0.1-0.2 sekúndur á hring út úr sjálfrum mér og bílnum vegna stuðningsins", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag. "Við erum með öflugan bíl og ættum að geta gert góða hluti. Á heimavelli er maður með stuðning fólksins og slíkt gleymist ekki. Ég vona að við getum haft samskonar stemmningu og á Silverstone og ég hlakka til heimavallarins. Það er gaman að sjá ástríðuna hjá áhorfendum og þetta er eitt af mótunum sem mér finnst sérstakt", sagði Vettel. Í síðustu keppni varð uppákoma innan Red Bull liðsins milli Mark Webber og stjórnenda liðsins, en allt er fallið í ljúfa löð og bæði ökumenn liðsins og stjórnendur ganga til leiks sáttir við stöðuna, en Red Bull er í öðru sæti í stigamótinu og í þriðja og fjórða sæti í stigamóti ökumanna. Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Formúlu 1 ökumaðurinn Sebastian Vettel gladdi á dögunum landa sína í Heppenheim, þar sem hann er borinn og barnfæddur, en um helgina keppir hann á Hockenheim brautinni í Þýskalandi. Vettel er efstur þýskra ökumana í stigamótinu og einn af sex þýskum sem keppa á heimavelli. Vettel er 23 ára gamall og getur orðið yngsti meistari sögunnar ef vel gengur á árinu, en hann er í fjórða sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Lewis Hamilton, Jenson Button og Mark Webber. "Það er ekkert meiri pressa á mér á heimavelli. Ef eitthvað, þá færir heimavöllurinn mér meiri áræðni, þannig að ég geti kreist 0.1-0.2 sekúndur á hring út úr sjálfrum mér og bílnum vegna stuðningsins", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag. "Við erum með öflugan bíl og ættum að geta gert góða hluti. Á heimavelli er maður með stuðning fólksins og slíkt gleymist ekki. Ég vona að við getum haft samskonar stemmningu og á Silverstone og ég hlakka til heimavallarins. Það er gaman að sjá ástríðuna hjá áhorfendum og þetta er eitt af mótunum sem mér finnst sérstakt", sagði Vettel. Í síðustu keppni varð uppákoma innan Red Bull liðsins milli Mark Webber og stjórnenda liðsins, en allt er fallið í ljúfa löð og bæði ökumenn liðsins og stjórnendur ganga til leiks sáttir við stöðuna, en Red Bull er í öðru sæti í stigamótinu og í þriðja og fjórða sæti í stigamóti ökumanna.
Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira