Ekki meiri pressa á Vettel á heimavelli 21. júlí 2010 10:44 Vettel keyrði á sýningu á heimaslóðum sínum í Heppenheim í Þýskalandi á dögunum. Mynd: Getty Images Formúlu 1 ökumaðurinn Sebastian Vettel gladdi á dögunum landa sína í Heppenheim, þar sem hann er borinn og barnfæddur, en um helgina keppir hann á Hockenheim brautinni í Þýskalandi. Vettel er efstur þýskra ökumana í stigamótinu og einn af sex þýskum sem keppa á heimavelli. Vettel er 23 ára gamall og getur orðið yngsti meistari sögunnar ef vel gengur á árinu, en hann er í fjórða sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Lewis Hamilton, Jenson Button og Mark Webber. "Það er ekkert meiri pressa á mér á heimavelli. Ef eitthvað, þá færir heimavöllurinn mér meiri áræðni, þannig að ég geti kreist 0.1-0.2 sekúndur á hring út úr sjálfrum mér og bílnum vegna stuðningsins", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag. "Við erum með öflugan bíl og ættum að geta gert góða hluti. Á heimavelli er maður með stuðning fólksins og slíkt gleymist ekki. Ég vona að við getum haft samskonar stemmningu og á Silverstone og ég hlakka til heimavallarins. Það er gaman að sjá ástríðuna hjá áhorfendum og þetta er eitt af mótunum sem mér finnst sérstakt", sagði Vettel. Í síðustu keppni varð uppákoma innan Red Bull liðsins milli Mark Webber og stjórnenda liðsins, en allt er fallið í ljúfa löð og bæði ökumenn liðsins og stjórnendur ganga til leiks sáttir við stöðuna, en Red Bull er í öðru sæti í stigamótinu og í þriðja og fjórða sæti í stigamóti ökumanna. Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Formúlu 1 ökumaðurinn Sebastian Vettel gladdi á dögunum landa sína í Heppenheim, þar sem hann er borinn og barnfæddur, en um helgina keppir hann á Hockenheim brautinni í Þýskalandi. Vettel er efstur þýskra ökumana í stigamótinu og einn af sex þýskum sem keppa á heimavelli. Vettel er 23 ára gamall og getur orðið yngsti meistari sögunnar ef vel gengur á árinu, en hann er í fjórða sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Lewis Hamilton, Jenson Button og Mark Webber. "Það er ekkert meiri pressa á mér á heimavelli. Ef eitthvað, þá færir heimavöllurinn mér meiri áræðni, þannig að ég geti kreist 0.1-0.2 sekúndur á hring út úr sjálfrum mér og bílnum vegna stuðningsins", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag. "Við erum með öflugan bíl og ættum að geta gert góða hluti. Á heimavelli er maður með stuðning fólksins og slíkt gleymist ekki. Ég vona að við getum haft samskonar stemmningu og á Silverstone og ég hlakka til heimavallarins. Það er gaman að sjá ástríðuna hjá áhorfendum og þetta er eitt af mótunum sem mér finnst sérstakt", sagði Vettel. Í síðustu keppni varð uppákoma innan Red Bull liðsins milli Mark Webber og stjórnenda liðsins, en allt er fallið í ljúfa löð og bæði ökumenn liðsins og stjórnendur ganga til leiks sáttir við stöðuna, en Red Bull er í öðru sæti í stigamótinu og í þriðja og fjórða sæti í stigamóti ökumanna.
Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira