Körfubolti

Jón Halldór: Vantar alla leikgleði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Daníel
Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, tók langan fund með leikmönnum eftir tapið fyrir Hamar í kvöld og sagði skýringuna á tapinu einfalda.

„Það vantar alla gleði í hópinn hjá mér," sagði Jón Halldór í samtali við Vísi. „Þetta er ekki fyrsti leikurinn þar sem við lendum í vandræðum þó svo að við höfum unnið alla okkar leiki. Það vantar samt gleði í hópinn og við erum ekki að hafa gaman af þessu."

Keflavík hafði undirtökin í leiknum framan af en missti svo gestina fram úr sér á lokasprettinum. Keflavík átti möguleika á að komast yfir í lokin en misnotaði tækifærið.

„Þegar leikmenn hafa ekki gaman að því sem þeir eru að gera þá fara þær að örvænta. Ég er ekki alveg að skilja af hverju þetta gerist en þegar þeir hafa ekki gaman af leiknum ná þeir ekki árangri. Það er bara svo einfalt."

„Við skoruðum 69 stig í kvöld. Af hverju var það? Vegna þess að þær voru svona svakalega góðar? Það vil ég ekki meina," sagði Jón Halldór. „Við erum okkar eini óvinur."

„Það er auðvitað alltaf leiðinlegt að tapa en við förum ekki í gegnum heila leiktíð án þess að tapa. Einhver vildu slá þessu upp að þessi leikur væri uppgjör þessara tveggja liða en uppgjörið var í Lengjubikarnum. Þá slógum við þær út og unnum bikar. Þær hafa ekki lyft neinu hingað til."

„Við erum enn þá með yfirhöndina. Það er nóg eftir af tímabilinu. Við töpuðum fyrstu fjórum leikjunum í fyrra og ég var ekki grátandi þá og er ekki grátandi núna."

„Það eina sem ég hef áhyggjur af er leikgleðin en ég hef líka fulla trú á því að við lögum það fljótt og vel."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×