NBA: Artest skoraði flautukörfu og var hetja Lakers Hjalti Þór Hreinsson skrifar 28. maí 2010 09:00 Anthony Kiedis, söngvari Red Hot Chili Peppers ærðist af fögnuði í nótt eins og leikmenn Lakers. AP Ron Artest, af öllum mönnum, tryggði Los Angeles Lakers sigur á Phoenix Suns í fimmta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA í nótt. Lakers leiðir nú einvígið 3-2. Það trúir því varla nokkur maður að Artest hafi bjargað leiknum, og hugsanlega tímabilinu fyrir Lakers. Þessi skrautlegi leikmaður skoraði sigurkörfuna um leið og leiktíminn rann út, eftir eitt versta skot Kobe Bryant á ferlinum. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Lakers var þremur stigum yfir og í sókn en hitti ekki. Phoenix fór í síðustu sókn sína og átti þrjú þriggja stiga skot í sömu sókninni, freistuðu þess að jafna metin. Það þriðja fór loksins ofan í körfuna. Þar var að verki Jason Richardson. Klukkan sýndi 3,5 sekúndur þegar Lakers tók leiklé og fór í sókn. Það vissu allir hvað myndi gerast, boltinn færi á Kobe Bryant sem myndi skjóta. Það var og, boltinn barst á Bryant sem var aðþrengdur af tveimur mönnum og í fáránlegri stöðu. Skot hans var enda lélegt, alltof stutt og í sekúndubrot sáu stuðningsmenn Phoenix fyrir sér framlengingu. En, hver birtist þá nema Artest, fljúgandi undan körfunni og hendir boltanum upp þegar 0,6 sekúndubrot eru eftir. Boltinn skoppaði á körfunni og var varla kominn ofan í þegar leiktíminn var liðinn. 103-101 sigur Lakers niðurstaðan eftir magnaðar lokamínútur. "Ég veit eiginlega ekki af hverju ég hélt honum inn á fyrir lokasóknina, ég efaðist um það sjálfur," sagði Phil Jackson þjálfari Lakers. "En þarna var hann, og kláraði leikinn." Kobe Bryant skoraði 30 stig fyrir Lakers, tók 11 fráköst og sendi 9 stoðsendingar. Ekki langt í þrefalda tvennu þar. Derek Fisher skoraði 22 stig, og Pau Gasol 21 auk 9 frákasta. Hjá Phoenix var Steve Nash stigahæstur með 29 stig og 11 stoðsendingar, Amare Stoudemire var með 19 stig. NBA Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Ron Artest, af öllum mönnum, tryggði Los Angeles Lakers sigur á Phoenix Suns í fimmta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA í nótt. Lakers leiðir nú einvígið 3-2. Það trúir því varla nokkur maður að Artest hafi bjargað leiknum, og hugsanlega tímabilinu fyrir Lakers. Þessi skrautlegi leikmaður skoraði sigurkörfuna um leið og leiktíminn rann út, eftir eitt versta skot Kobe Bryant á ferlinum. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Lakers var þremur stigum yfir og í sókn en hitti ekki. Phoenix fór í síðustu sókn sína og átti þrjú þriggja stiga skot í sömu sókninni, freistuðu þess að jafna metin. Það þriðja fór loksins ofan í körfuna. Þar var að verki Jason Richardson. Klukkan sýndi 3,5 sekúndur þegar Lakers tók leiklé og fór í sókn. Það vissu allir hvað myndi gerast, boltinn færi á Kobe Bryant sem myndi skjóta. Það var og, boltinn barst á Bryant sem var aðþrengdur af tveimur mönnum og í fáránlegri stöðu. Skot hans var enda lélegt, alltof stutt og í sekúndubrot sáu stuðningsmenn Phoenix fyrir sér framlengingu. En, hver birtist þá nema Artest, fljúgandi undan körfunni og hendir boltanum upp þegar 0,6 sekúndubrot eru eftir. Boltinn skoppaði á körfunni og var varla kominn ofan í þegar leiktíminn var liðinn. 103-101 sigur Lakers niðurstaðan eftir magnaðar lokamínútur. "Ég veit eiginlega ekki af hverju ég hélt honum inn á fyrir lokasóknina, ég efaðist um það sjálfur," sagði Phil Jackson þjálfari Lakers. "En þarna var hann, og kláraði leikinn." Kobe Bryant skoraði 30 stig fyrir Lakers, tók 11 fráköst og sendi 9 stoðsendingar. Ekki langt í þrefalda tvennu þar. Derek Fisher skoraði 22 stig, og Pau Gasol 21 auk 9 frákasta. Hjá Phoenix var Steve Nash stigahæstur með 29 stig og 11 stoðsendingar, Amare Stoudemire var með 19 stig.
NBA Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum