Elvar Már Friðriksson og félagar í gríska liðinu Maroussi unnu sautján stiga heimasigur á Spirou Basket, 87-70.
Elvar skoraði 13 stig á 26 mínútum í leiknum og gaf sex stoðsendingar að auki. Hann skoraði sex stiga sinna af vítalínunni.
Maroussi hefur unnið fjóra af sex leikjum sínum en Spirou var ósigrað fyrir leikinn. Maroussi endar í öðru sæti riðilsins og er komið áfram. Liðið er eitt af sex liðum sem komast áfram með bestan árangur í öðru sæti sinna riðla.
Spænska körfuboltaliðið Bilbao Basket hélt sigurgöngu sinni áfram í FIBA Europe Cup í körfubolta í kvöld.
Bilbao vann þá 21 stigs heimasigur á BC Prievidza, 87-66, eftir að hafa verið tíu stigum yfir í hálfleik, 48-38.
Liðin voru í tveimur efstu sætum riðilsins fyrir leikinn í kvöld. Bilbao hefur nú unnið alla sex leiki sína í Evrópu á tímabilinu og er komið áfram í næstu umferð.
Íslenski landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason hitti úr öllum skotum sínum annan leikinn í röð en hann var með 9 stig og 3 fráköst á 17 mínútum. Tryggvi hitti úr öllum fjórum skotum sínum utan af velli en klikkaði hins vegar á fjörum af fimm skotum sínum.