Körfubolti

Íslendingarnir í aðalhlutverki í sænska körfuboltanum í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jakob Örn Sigurðarson skoraði 21 stig og gaf 8 stoðsendingar í kvöld.
Jakob Örn Sigurðarson skoraði 21 stig og gaf 8 stoðsendingar í kvöld. Mynd/Daníel
Hlynur Bæringsson, Jakob Örn Sigurðarson og Helgi Már Magnússon áttu allir góðan leik í sigurleikjum með sínum liðum í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld en þeir voru saman með 51 stig, 22 fráköst og 12 stoðsendingar.

Sundsvall Dragons, lið Hlyns og Jakobs, vann öruggan 38 stiga heimasigur á Jamtland Basket, 106-68. Sundsvall var 27-16 yfir eftir fyrsta leikhluta og var komið með 27 stiga forskot í hálfleik, 61-34. Þetta er fjórði sigur Sundsvall-liðsins í röð.

Jakob Örn Sigurðarson var með 21 stig og 8 stoðsensingar á 27 mínútum en Hlynur Bæringsson náði tvennu með 11 stigum og 10 fráköstum á 26 mínútum. Þetta var sjöunda tvenna Hlyns í níu leikjum á tímabilinu.

Uppsala Basket, lið Helga Más Magnússonar, tapaði hinsvegar 100-87 í framlengingu á móti sænsku meisturunum í Norrkoping Dolphins eftir að hafa komið til baka eftir slæma byrjun og náð síðan góðu forskoti í þriðja leikhlutanum. Norrkoping-liðið vann sig aftur inn í leikinn og tryggði sér síðan framlengingu þar sem liðið vann örugglega 16-3.

Helgi Már var með 19 stig, 9 fráköst og 4 stosðendingar í leiknum en hann hitti úr 6 af 13 skotum sínum og stal einnig 2 boltum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×