Græn slikja komin á tún á öskusvæði undir Eyjafjöllum 28. apríl 2010 03:00 MYND/Vilhelm Bændur á öskufallssvæðinu undir Eyjafjöllum huga nú að sumarbeit fyrir sauðfé og öflun heys, að sögn Katrínar Andrésdóttur héraðsdýralæknis. Hún er þessa dagana á ferð um svæðið ásamt Þorsteini Ólafssyni, sérgreinadýralækni sauðfjár og nautgripa. Þau ræða við bændur og taka stöðuna. „Þeir sem við höfum rætt við eru ótrúlega brattir," sagði Katrín í gær og bætti við: „Það er seigt í íslenskum bændum." Katrín og Þorsteinn voru stödd á öskufallssvæðinu vestanverðu í gær og sagði Katrín að gróðurinn hefði tekið ótrúlega fljótt við sér. Græn slikja væri víða komin á tún. Staðan væri mun bjartari en hún hefði þorað að vona. „Flúorinn þvæst úr í rigningu. Askan gæti hins vegar verið slæm fyrir heyvinnuvélar og ryk komist í heyið, en þetta á ekki að verða til mikils skaða," sagði Katrín. Hún sagði að aðaláhyggjuefni þeirra bænda sem rætt hefði verið við væri sumarbeit sauðfjár, þar sem afréttarlönd þeirra hefðu orðið illa úti í öskufallinu. Tilboð um hey hefðu borist víða af landinu og hægt yrði að flytja það af einhverjum svæðum. „Hins vegar eru miklar hömlur á slíkum flutningum og gossvæðið er mjög hreint [af búfjársjúkdómum]," útskýrði hún og undirstrikaði að vel yrði vandað til heyflutninganna ef af yrði. Talsvert af hrossum var flutt burt af svæðinu þegar öskufallið var hvað mest, að sögn Katrínar, en hvorki sauðfé né nautgripir. „Markarfljót er varnarlína vestan megin og sé sauðfé og nautgripir flutt yfir hana mega þeir ekki koma til baka aftur." Elvar Eyvindsson, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra, hitti meðal annars fulltrúa Búnaðarsambands Suðurlands og Bjargráðasjóðs í gær, sem svöruðu þá fyrirspurnum íbúa. Hann sagði að sjóðurinn hefði skyldum að gegna við bændur vegna framkvæmda sem ekki væru tryggðar eins og til að mynda ræktað land. „Reglur Bjargráðasjóðs eru þannig að þeir borga eftir á, þegar öll kurl eru komin til grafar, en það verður ekki fyrr en í haust," sagði Elvar. „Það þyrfti að gerast fyrr því menn verða fyrir miklum útlögðum kostnaði nú þegar. Bjargráðasjóður er að athuga hvort eitthvað sé hægt að gera til að koma til móts við þá. Að auki kemur Viðlagatrygging að þessum málum. Ég veit að menn eru allir af vilja gerðir og eru nú að átta sig á stöðunni." jss@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Sjá meira
Bændur á öskufallssvæðinu undir Eyjafjöllum huga nú að sumarbeit fyrir sauðfé og öflun heys, að sögn Katrínar Andrésdóttur héraðsdýralæknis. Hún er þessa dagana á ferð um svæðið ásamt Þorsteini Ólafssyni, sérgreinadýralækni sauðfjár og nautgripa. Þau ræða við bændur og taka stöðuna. „Þeir sem við höfum rætt við eru ótrúlega brattir," sagði Katrín í gær og bætti við: „Það er seigt í íslenskum bændum." Katrín og Þorsteinn voru stödd á öskufallssvæðinu vestanverðu í gær og sagði Katrín að gróðurinn hefði tekið ótrúlega fljótt við sér. Græn slikja væri víða komin á tún. Staðan væri mun bjartari en hún hefði þorað að vona. „Flúorinn þvæst úr í rigningu. Askan gæti hins vegar verið slæm fyrir heyvinnuvélar og ryk komist í heyið, en þetta á ekki að verða til mikils skaða," sagði Katrín. Hún sagði að aðaláhyggjuefni þeirra bænda sem rætt hefði verið við væri sumarbeit sauðfjár, þar sem afréttarlönd þeirra hefðu orðið illa úti í öskufallinu. Tilboð um hey hefðu borist víða af landinu og hægt yrði að flytja það af einhverjum svæðum. „Hins vegar eru miklar hömlur á slíkum flutningum og gossvæðið er mjög hreint [af búfjársjúkdómum]," útskýrði hún og undirstrikaði að vel yrði vandað til heyflutninganna ef af yrði. Talsvert af hrossum var flutt burt af svæðinu þegar öskufallið var hvað mest, að sögn Katrínar, en hvorki sauðfé né nautgripir. „Markarfljót er varnarlína vestan megin og sé sauðfé og nautgripir flutt yfir hana mega þeir ekki koma til baka aftur." Elvar Eyvindsson, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra, hitti meðal annars fulltrúa Búnaðarsambands Suðurlands og Bjargráðasjóðs í gær, sem svöruðu þá fyrirspurnum íbúa. Hann sagði að sjóðurinn hefði skyldum að gegna við bændur vegna framkvæmda sem ekki væru tryggðar eins og til að mynda ræktað land. „Reglur Bjargráðasjóðs eru þannig að þeir borga eftir á, þegar öll kurl eru komin til grafar, en það verður ekki fyrr en í haust," sagði Elvar. „Það þyrfti að gerast fyrr því menn verða fyrir miklum útlögðum kostnaði nú þegar. Bjargráðasjóður er að athuga hvort eitthvað sé hægt að gera til að koma til móts við þá. Að auki kemur Viðlagatrygging að þessum málum. Ég veit að menn eru allir af vilja gerðir og eru nú að átta sig á stöðunni." jss@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Sjá meira