NBA: Áttundi sigur Denver í nótt og sjaldgæfur Nets-sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2010 09:00 J.R. Smith var góður í nótt. Mynd/GettyImages Cleveland Cavaliers og Los Angeles Lakers unnu bæði sannfærandi sigra í NBA-deildinni í nótt en uppgangur Denver Nuggets hélt einnig áfram með áttunda sigri liðsins i röð og lélegasta lið deildarinnar, New Jersey Nets, náði einnig að vinna sjaldgæfan sigur. J.R. Smith með 22 stig í 97-92 útisigri Denver Nuggets á Houston Rockets en þetta var annars sigur liðsins í röð án Carmelo Anthony og sá áttundi í röð alls. Kenyon Martin var með 12 stig og 15 fráköst og Chauncey Billups skoraði 21 stig. Aaron Brooks var með 22 stig fyrir Houston. San Antonio Spurs endaði þriggja leikja taphrinu með 105-90 sigri á Atlanta Hawks þar sem Tim Duncan setti persónulegt met með því að taka 27 fráköst auk þess að hann skoraði 21 stig. Þetta var aðeins annar sigur Spurs í sjö leikjum. Joe Johnson skoraði 31 stig fyrir Hawks-liðið sem var búið að vinna þrjá í röð. Kris Humphries skoraði 25 stig fyrir New Jersey Nets sem slapp við metjöfnun með því að vinna 103-87 sigur á Los Angeles Clippers. Þetta var aðeins 4 sigur liðsins í 44 leikjum en metið yfir fæsta sigurleiki í fyrstu 44 leikjum á Dallas-liðið frá 1993-94 en það vann aðeins 3 leiki. Nets var búið að tapa 11 leikjum í röð fyrir leikinn í nótt. J.J. Hickson var með 23 stig og LeBron James gat dundað sér á bekknum allan fjórða leikhlutann þegar Cleveland Cavaliers vann auðveldan 109-95 sigur á Minnesota Timberwolves. James var með 12 stig, 11 stoðsendingar og 6 fráköst en Cleveland hafði á undan leikið sjö spennuleiki í röð sem höfðu unnist samanlagt með aðeins 21 stigi. Kobe Bryant var með 29 stig og Andrew Bynum bætti við 27 stigum þegar Los Angeles Lakers vann 118-96 útisigur á Indiana Pacers. Bryant bætti við 9 fráköstum og 7 stoðsendingum og Bynum var með 12 fráköst. Pau Gasol (21 stig, 13 fráköst) og Lamar Odom (12 stig, 14 fráköst) voru einnig öflugir í leiknum. Deron Williams var með 24 stig í 106-95 sigri Utah Jazz á Portland Trail Blazers en Utah-liðið skorað 21 af fyrstu 23 stigum leiksins. þetta var áttundi sigur Jazz-liðsins í níu leikjum. Chris Paul var með 38 stig í 123-110 sigri New Orleans Hornets á Golden State Warriors en hann hitti úr 14 af 19 skotum sínum og var með 9 stoðsendingar og 6 fráköst. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Cleveland-Minnesota 109-95 Indiana-LA Lakers 96-118 Toronto-Miami 111-103 New Jersey-LA Clippers 103-87 Detroit-Memphis 93-99 Milwaukee-Philadelphia 91-88 Oklahoma City-Chicago 86-96 San Antonio-Atlanta 105-90 Houston-Denver 92-97 Portland-Utah 95-106 Golden State-New Orleans 110-123 NBA Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Sjá meira
Cleveland Cavaliers og Los Angeles Lakers unnu bæði sannfærandi sigra í NBA-deildinni í nótt en uppgangur Denver Nuggets hélt einnig áfram með áttunda sigri liðsins i röð og lélegasta lið deildarinnar, New Jersey Nets, náði einnig að vinna sjaldgæfan sigur. J.R. Smith með 22 stig í 97-92 útisigri Denver Nuggets á Houston Rockets en þetta var annars sigur liðsins í röð án Carmelo Anthony og sá áttundi í röð alls. Kenyon Martin var með 12 stig og 15 fráköst og Chauncey Billups skoraði 21 stig. Aaron Brooks var með 22 stig fyrir Houston. San Antonio Spurs endaði þriggja leikja taphrinu með 105-90 sigri á Atlanta Hawks þar sem Tim Duncan setti persónulegt met með því að taka 27 fráköst auk þess að hann skoraði 21 stig. Þetta var aðeins annar sigur Spurs í sjö leikjum. Joe Johnson skoraði 31 stig fyrir Hawks-liðið sem var búið að vinna þrjá í röð. Kris Humphries skoraði 25 stig fyrir New Jersey Nets sem slapp við metjöfnun með því að vinna 103-87 sigur á Los Angeles Clippers. Þetta var aðeins 4 sigur liðsins í 44 leikjum en metið yfir fæsta sigurleiki í fyrstu 44 leikjum á Dallas-liðið frá 1993-94 en það vann aðeins 3 leiki. Nets var búið að tapa 11 leikjum í röð fyrir leikinn í nótt. J.J. Hickson var með 23 stig og LeBron James gat dundað sér á bekknum allan fjórða leikhlutann þegar Cleveland Cavaliers vann auðveldan 109-95 sigur á Minnesota Timberwolves. James var með 12 stig, 11 stoðsendingar og 6 fráköst en Cleveland hafði á undan leikið sjö spennuleiki í röð sem höfðu unnist samanlagt með aðeins 21 stigi. Kobe Bryant var með 29 stig og Andrew Bynum bætti við 27 stigum þegar Los Angeles Lakers vann 118-96 útisigur á Indiana Pacers. Bryant bætti við 9 fráköstum og 7 stoðsendingum og Bynum var með 12 fráköst. Pau Gasol (21 stig, 13 fráköst) og Lamar Odom (12 stig, 14 fráköst) voru einnig öflugir í leiknum. Deron Williams var með 24 stig í 106-95 sigri Utah Jazz á Portland Trail Blazers en Utah-liðið skorað 21 af fyrstu 23 stigum leiksins. þetta var áttundi sigur Jazz-liðsins í níu leikjum. Chris Paul var með 38 stig í 123-110 sigri New Orleans Hornets á Golden State Warriors en hann hitti úr 14 af 19 skotum sínum og var með 9 stoðsendingar og 6 fráköst. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Cleveland-Minnesota 109-95 Indiana-LA Lakers 96-118 Toronto-Miami 111-103 New Jersey-LA Clippers 103-87 Detroit-Memphis 93-99 Milwaukee-Philadelphia 91-88 Oklahoma City-Chicago 86-96 San Antonio-Atlanta 105-90 Houston-Denver 92-97 Portland-Utah 95-106 Golden State-New Orleans 110-123
NBA Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Sjá meira