Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar er búið að gera nýjan samning við Bandaríkjamanninn magnaða Justin Shouse. Hann mun því leika sitt þriðja ár með Stjörnunni næsta vetur.
Shouse var kosinn besti erlendi leikmaðurinn í deildinni í fyrra. Þá skoraði hann 23,8 stig að meðaltali í leik og gaf 6 stoðsendingar í leik þess utan.
Stjörnumenn segjast því vera komnir með nokkuð endanlega mynd á hópinn sinn en Stjarnan hefur einnig fengið Marvin Valdimarsson og Daníel Guðmundsson til sín.