Fótbolti

Gylfi tekjuhæstur íslenskra íþróttamanna í Noregi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Einarsson í leik með Brann.
Gylfi Einarsson í leik með Brann. Nordic Photos / AFP

Gylfi Einarsson var tekjuhæsti íslenski íþróttamaðurinn í Noregi á árinu 2009 samkvæmt lauslegri úttekt Vísis.

Hægt er að nálgast upplýsingur um tekjur allra íbúa Noregs fyrir árið 2009 á norskum vefsíðum, til að mynda hér.

Fjölmargir íslenskir knattspyrnu- og handboltamenn hafa spilað í Noregi um árabil og tók Vísir saman þá helstu sem spiluðu þar í fyrra.

Gylfi Einarsson trónir þar á toppnum með tæpar 4,5 milljónir króna í mánaðartekjur. Hann er á sínu síðasta tímabili með Brann og mun ganga í raðir Fylkis þegar að tímabilinu lýkur þar.

Ólafur Örn Bjarnason, sem gekk í raðir Grindavíkur í sumar þar sem hann er nú spilandi þjálfari, kemur næstur á listanum með rúmar 3,7 milljónir í mánaðartekjur.

Einn þeirra sem hefur verið tekjuhæstur íslenskra knattspyrnumanna í Noregi, Veigar Páll Gunnarsson, er ekki á listanum þar sem hann spilaði í Frakklandi í fyrra. Árið 2008 var hann með tæplega fjórar milljónir í mánaðartekjur. Þá, eins og nú, spilaði hann með Stabæk.

Meðaltekjur þeirra Íslendinga sem spiluðu í norsku úrvalsdeildinni árið 2009 voru rúmar 2,2 milljónir.

Þeir íslensku handboltamenn sem þar spila eru langt undir því meðaltali.

Það skal tekið fram að upplýsingar um heildartekjur einstaklinga er að ræða hverju sinni. Líklegt er að þeir sem spila knattspyrnu í neðri deildum Noregs og handbolta hafi einnig aðra tekjustofna.

Þá er einnig rétt að taka fram að eftirfarandi tölur eru meðaltalstekjur fyrir allt árið, óháð því hversu lengi viðkomandi hafði tekjur í Noregi á árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×