Hamar vann 18 stiga sigur á Snæfelli, 72-54, í Stykkishólmi í dag og hefur þar með unnið átta fyrstu leiki sína í Iceland Express deild kvenna á tímabilinu. Þetta er í fyrsta sinn í sögu kvennaliðs Hamars í efstu deild þar sem liðið er taplaust eftir átta umferðir.
Hamar tók frumkvæðið strax í byrjun og var komið í 17-7 eftir fyrsta leikhlutann. Hamar var 32-24 yfir í hálfeik og með sextán stiga forskot, 54-38, fyrir lokaleikhlutann.
Jaleesa Butler var atkvæðamest í Hamarsliðinu með 24 stig og 11 fráköst en Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 18 stig. Slavica Dimovska var síðan með 13 stig og 8 stoðsendingar.
Hjá Snæfell náði engin að brjóta tíu stiga múrinn en Björg Guðrún Einarsdóttir var stigahæst með 8 stig og þær Alda Leif Jónsdóttir og Sade Logan skoruðu báðar 7 stig.
Hamarskonur halda sigurgöngu sinni áfram
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið








Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið
Íslenski boltinn


Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn
Íslenski boltinn