Orkuframleiðsla og umhverfisvernd 5. júlí 2010 06:00 Aðstoðarframkvæmdastjóri Sam-orku ritaði grein í Fréttablaðið fyrir skömmu þar sem hann talar um villur, meinlegan misskilning og villandi framsetningu í umfjöllun minni um nýja reglugerð um takmörk brennisteinsvetnis í andrúmslofti. Aðstoðarframkvæmdastjórinn heldur því fram að ég fari rangt með staðreyndir þegar ég fjalla um þau mörk sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) setur um brennisteinsvetni í andrúmslofti. Við deilum ekki um að WHO mörkin eru sett við 150 milligrömm í rúmmetra til að koma í veg fyrir bráðaáhrif. Þekkt bráðaáhrif eru við 15.000 milligrömm en WHO setur mörkin við 1% þeirrar tölu til að gæta fyllstu varúðar. En aðalatriði málsins er að mörkin í umræddri reglugerð eru sett lægri en WHO mörkin til að verja almenning fyrir mögulegum langtímaáhrifum mengunarinnar og til að koma í veg fyrir megna lyktarmengun. Aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku skautar framhjá þeirri staðreynd. Þá telur hann til þau rök að brennisteinsvetni hafi einu sinni mælst yfir mörkum WHO frá því að Hellisheiðarvirkjun var tekin í notkun. Engu að síður hafa margar kvartanir borist vegna óþæginda vegna sterkrar lyktar, jafnvel á þeim dögum þar sem gildin hafa verið verulega undir mörkum WHO. Nýlegar rannsóknir gefa líka vísbendingar um að brennisteinsvetni hafi áhrif á heilsu fólks við talsvert lægri styrk en við mörk WHO. Það eru því rík fagleg rök fyrir því að setja strangari mörk í reglugerð en þau sem WHO miðar við. Því næst snýr aðstoðarframkvæmdastjórinn út úr þegar hann vekur athygli á þeim ummælum mínum að m.a. Finnar hafi sett strangari reglur en gert er með umræddri reglugerð. Hann segir: ,,Hjá Samorku er okkur ekki kunnugt um að Finnar státi af jarðvarmavirkjunum. /.../ Við gætum að sama skapi án nokkurra vandamála skákað Finnum og sett hér mun strangari reglur en þeir hafa gert um rekstur kjarnorkuvera." Finnar setja sín mörk vegna þess að brennisteinsvetni er hluti af þeirri mengun sem verður til við framleiðslu pappírs. Aðstoðarframkvæmdastjórinn verður sjálfur að svara því hvort hann vissi ekki betur eða kaus að villa um fyrir almenningi með útúrsnúningi. Að lokum vekur aðstoðarframkvæmdastjórinn athygli á því að reglugerð um brennisteinsdíoxíð setji sex sinnum hærri mörk en WHO mælir með. Hvort að hann álíti það rök fyrir því að hér séu aldrei sett strangari mörk en þau sem WHO miðar við skal ósagt látið. Ástæðan fyrir háum mörkum brennisteinsdíoxíðs í reglugerð miðað við WHO mörkin er sú að WHO lækkaði sín mörk eftir að reglugerðin var sett. Þess vegna hefur umhverfisráðuneytið haft það til athugunar að lækka mörk reglugerðarinnar. Íslenskum stjórnvöldum ber að taka ákvarðanir og móta stefnu sína í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar. Ákvarðanataka felur í sér mat á ólíkum hagsmunum, t.a.m. hagsmunum orkufyrirtækja og almennings. Undanfarin ár hafa pólitískar áherslur verið með þeim hætti að hagsmunir orkufyrirtækja hafa vegið þyngra en hagsmunir almennings. Það er því kannski eðlilegt að fulltrúar orkufyrirtækja hrökkvi við þegar áherslurnar breytast. Almenningur ákvað í síðustu kosningum að kjósa stjórnmálaflokka sem setja sjónarmið náttúru- og umhverfisverndar á oddinn. Þær áherslur eru því í fyrirrúmi við stefnumótun og ákvarðanatöku umhverfisráðherra. Íslensk orkufyrirtæki stæra sig af grænni orku, segjast stuðla að sjálfbærri þróun og markaðssetja sig sem slík. Því mætti ætla að í samræmi við þann metnað að þau tækju því fagnandi að settar séu reglur sem takmarka mengun frá starfsemi þeirra. Sú sýn sem fram kemur í grein Samorku hlýtur því að vera í nokkru ósamræmi við þá stefnu. Framleiðsla umhverfisvænnar orku hefur verið hluti af þjóðarstolti okkar Íslendinga og skapað okkur sérstöðu um allan heim. Því ættu fulltrúar orkufyrirtækja að líta á ríkisvaldið sem bandamann sinn í því að skapa græna umgjörð í kringum orkufyrirtækin en ekki sem andstæðing. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Aðstoðarframkvæmdastjóri Sam-orku ritaði grein í Fréttablaðið fyrir skömmu þar sem hann talar um villur, meinlegan misskilning og villandi framsetningu í umfjöllun minni um nýja reglugerð um takmörk brennisteinsvetnis í andrúmslofti. Aðstoðarframkvæmdastjórinn heldur því fram að ég fari rangt með staðreyndir þegar ég fjalla um þau mörk sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) setur um brennisteinsvetni í andrúmslofti. Við deilum ekki um að WHO mörkin eru sett við 150 milligrömm í rúmmetra til að koma í veg fyrir bráðaáhrif. Þekkt bráðaáhrif eru við 15.000 milligrömm en WHO setur mörkin við 1% þeirrar tölu til að gæta fyllstu varúðar. En aðalatriði málsins er að mörkin í umræddri reglugerð eru sett lægri en WHO mörkin til að verja almenning fyrir mögulegum langtímaáhrifum mengunarinnar og til að koma í veg fyrir megna lyktarmengun. Aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku skautar framhjá þeirri staðreynd. Þá telur hann til þau rök að brennisteinsvetni hafi einu sinni mælst yfir mörkum WHO frá því að Hellisheiðarvirkjun var tekin í notkun. Engu að síður hafa margar kvartanir borist vegna óþæginda vegna sterkrar lyktar, jafnvel á þeim dögum þar sem gildin hafa verið verulega undir mörkum WHO. Nýlegar rannsóknir gefa líka vísbendingar um að brennisteinsvetni hafi áhrif á heilsu fólks við talsvert lægri styrk en við mörk WHO. Það eru því rík fagleg rök fyrir því að setja strangari mörk í reglugerð en þau sem WHO miðar við. Því næst snýr aðstoðarframkvæmdastjórinn út úr þegar hann vekur athygli á þeim ummælum mínum að m.a. Finnar hafi sett strangari reglur en gert er með umræddri reglugerð. Hann segir: ,,Hjá Samorku er okkur ekki kunnugt um að Finnar státi af jarðvarmavirkjunum. /.../ Við gætum að sama skapi án nokkurra vandamála skákað Finnum og sett hér mun strangari reglur en þeir hafa gert um rekstur kjarnorkuvera." Finnar setja sín mörk vegna þess að brennisteinsvetni er hluti af þeirri mengun sem verður til við framleiðslu pappírs. Aðstoðarframkvæmdastjórinn verður sjálfur að svara því hvort hann vissi ekki betur eða kaus að villa um fyrir almenningi með útúrsnúningi. Að lokum vekur aðstoðarframkvæmdastjórinn athygli á því að reglugerð um brennisteinsdíoxíð setji sex sinnum hærri mörk en WHO mælir með. Hvort að hann álíti það rök fyrir því að hér séu aldrei sett strangari mörk en þau sem WHO miðar við skal ósagt látið. Ástæðan fyrir háum mörkum brennisteinsdíoxíðs í reglugerð miðað við WHO mörkin er sú að WHO lækkaði sín mörk eftir að reglugerðin var sett. Þess vegna hefur umhverfisráðuneytið haft það til athugunar að lækka mörk reglugerðarinnar. Íslenskum stjórnvöldum ber að taka ákvarðanir og móta stefnu sína í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar. Ákvarðanataka felur í sér mat á ólíkum hagsmunum, t.a.m. hagsmunum orkufyrirtækja og almennings. Undanfarin ár hafa pólitískar áherslur verið með þeim hætti að hagsmunir orkufyrirtækja hafa vegið þyngra en hagsmunir almennings. Það er því kannski eðlilegt að fulltrúar orkufyrirtækja hrökkvi við þegar áherslurnar breytast. Almenningur ákvað í síðustu kosningum að kjósa stjórnmálaflokka sem setja sjónarmið náttúru- og umhverfisverndar á oddinn. Þær áherslur eru því í fyrirrúmi við stefnumótun og ákvarðanatöku umhverfisráðherra. Íslensk orkufyrirtæki stæra sig af grænni orku, segjast stuðla að sjálfbærri þróun og markaðssetja sig sem slík. Því mætti ætla að í samræmi við þann metnað að þau tækju því fagnandi að settar séu reglur sem takmarka mengun frá starfsemi þeirra. Sú sýn sem fram kemur í grein Samorku hlýtur því að vera í nokkru ósamræmi við þá stefnu. Framleiðsla umhverfisvænnar orku hefur verið hluti af þjóðarstolti okkar Íslendinga og skapað okkur sérstöðu um allan heim. Því ættu fulltrúar orkufyrirtækja að líta á ríkisvaldið sem bandamann sinn í því að skapa græna umgjörð í kringum orkufyrirtækin en ekki sem andstæðing.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun