Grindavík endaði sex leikja taphrinu í Pepsi-deild kvenna í fótbolta með glæsilegum 4-1 heimasigri á Aftureldingu í kvöld. Það voru líka óvænt úrslit því botnlið FH og Hauka náðu bæði í stig á móti liðum talsvert ofar en þau í töflunni.
Grindavík vann 4-1 sigur á Aftureldingu þrátt fyrir að lenda undir eftir aðeins níu mínútna leik. Öll mörk Grindavíkurstelpna komu í seinni hálfeik en þær fögnuðu síðast sigri 15. júní síðastliðinn eftir 1-0 sigur á Haukum á Ásvöllum.
Megan Snell tryggði Haukum 2-2 jafntefli á móti Stjörnunni með sínu öðru marki í leiknum en hún var að spila sinn þriðja leik með liðinu. Snell hafði einnig komið Haukum í 1-0 í leiknum. Það hentar Haukaliðinu greinilega vel að spila við Stjörnuna því öll fjögur stig liðsins í sumar hafa komið í leikjum við Garðabæjarliðið.
Fylkir náði ekki að fylgja eftir frábærum sigri á Val í síðustu umferð því liðið gerði aðeins markalaust jafntefli við FH á heimavelli í kvöld. Fyrir leikinn munaði 5 sætum og 16 stigum á liðunum.
Úrslit og markaskorarar úr Pepsi-deild kvenna í kvöld:
Valur-Þór/KA 3-0
1-0 Rakel Logadóttir (30.), 2-0 Helga Sjöfn Jóhannesdóttir (45.), 3-0 Hallbera Guðný Gísladóttir (72.)
Grindavík-Afturelding 4-1
0-1 Victoria Helen Charnley (9.), 1-1 Rachel Furness (46.), 2-1 Shaneka Gordon (65.), 3-1 Sara Hrund Helgadóttir (74.), 4-1 Anna Þórunn Guðmundsdóttir (88.)
Fylkir-FH 0-0
Haukar-Stjarnan 2-2
1-0 Megan Snell, 1-1 Katie McCoy, 1-2 Laura King, 2-2 Megan Snell.
Upplýsingar um markaskorara eru fengar frá netsíðunni fótbolti.net.
Langþráður og glæsilegur sigur Grindavíkurstelpna
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti


„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti


Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti
