Mannréttindaráðstjórn Reykjavíkur Örn Bárður Jónsson skrifar 22. nóvember 2010 15:34 Sæll og blessaður, Brynjólfur Þór og þakka þér fyrir að halda málstað mínum vakandi. Í orðabók segir m.a. um orðið ráðstjórn: „stjórn borgarráða". Þegar eitt lítið ráð hjá borginni ræðst í það verkefni að breyta sögunni og stefnir að því að eyða nær algjörlega samstarfi kirkju og skóla, sem verið hefur í jákvæðum farvegi um áratuga skeið, þá kalla ég það ráðstjórn undir neikvæðum formerkjum. Í grein þinni má greina rangfærslur og skrítin rök, eins og t.d. um kristnitökuna og kristnihátíðina árið 2000. Þorgeir Ljósvetningagoði var vitur maður. Hann afnam ekki aðra trú eins og þú heldur fram en hann var hins vegar raunsær á ástand mála á þeim tíma og taldi það horfa til friðar að menn hefðu einn sið í landinu. Þar sýndi hann fádæma visku og hugrekki. Og gleymdu því ekki að alþingi samþykkti tillögu hans. Þú telur að ég eigi að berjast fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju til að vera sjálfum mér samkvæmur. Þá flyt ég þér það fagnaðarerindi að ég hef reyndar þegar gert það í ræðu og riti. Varðandi skráningu í trúfélag þá vil ég segja að börn geta skráð sig úr þjóðkirkjunni, eða hvaða öðru trúfélagi sem er, þegar þau fá aldur til og áður en þau hafa greitt krónu í félagið. Dylgjur þínar í minn garð um fjárhagslegan ávinning leyfi ég mér að kalla ósmekklegt fleipur. Þú segir mig fara með rugl og vitleysu og skrifar: „Grein Arnar Bárðar er uppfull af skringilegheitum. Hann gerir fólki upp skoðanir. Hann gerir fólki í mannréttindaráði upp að vera slíkar mannleysur að einn Siðmenntarmaður nái að rugla það svo mjög að það virðist með algjöru óráði." Það vill svo til að tillögur mannréttindaráðs eru flestar ef ekki allar úr bréfi Siðmenntar frá 2005 til borgarinnar eins og staðfest var á forsíðu Mbl. 22. nóv. s.l. Þú mátt kalla fólkið í mannréttindaráði mannleysur enda hefur meirihlutinn gleypt málflutning Siðmenntar með húð og hári og svo skín þvingunarþóttinn í gegnum allt ferlið eins og sól í gegnum slípað gler. Á dögunum spurði ég einn meðlima ráðsins þessarar spurningar: „Verður leikskólabörnum bannað að heimsækja kirkjuna á aðventunni eins og þau hafa gert árum saman t.d. hér í Neskirkju, sungið lög um aðventu og jól, þegið kakó og piparkökur?" Skriflegt svar hans hljóðar svo: „Já, héðan í frá verður samskiptum skóla og kirkju hagað samkvæmt aðalnámsskrá. Börn í 1. og 4. bekk heimsækja kirkjur sem þátt í kristni fræðslu. Þið getið áfram boðið vesturbæingum í kökur og kaffi, þó það nú væri, en það verður þá utan skólatíma." Að vísu er ekki búið að afgreiða þetta mál. En það sem mig furðar mest er að ráðið, í núverandi tillögum, ætlar sér að taka fram fyrir hendur meirihluta foreldranna sem bera ábyrgð á börnunum. Ég hef auðvitað kynnt mér tillögurnar og þær miða að því að eyða nánast algjörlega tengslum kirkju og skóla, því tengslin mega aðeins vera utan skólatíma og þar með verða þau ekki lengur tengsl kirkju og skóla. Punktur basta! Varðandi orð mín á Bylgjunni á dögunum um að trúin á manninn sé ekki upp á marga fiska vil ég taka fram að ég ég tel manninn ekki verðugan fulltrúa í hlutverk guðdómsins en hins vegar hef ég mikla trú á manninum. Maðurinn er flottur á margan hátt en fremur klénn til átrúnaðar. Húmanismi, sem tiltrú á göfgi mannsins og hið fagra í hans fari, er göfugur sem slíkur, en hann nær að mínu viti skemur en hin stóru trúarbrögð. Trúfrelsi er tryggt í stjórnarskránni. Trúfrelsi þýðir að maður hefur þau mannréttindi að mega trúa og iðka trú sína án hindrana eða afskipta annarra. Ég er einlægur fylgjandi trúfrelsis en bið um að fólk hafi ekki endaskipti á því hugtaki og láti það merkja að hindra megi trúariðkun annarra. Tillögur mannréttindaráðs miða einkum að því að eyða samstarfi kirkju og skóla en auðvitað vill ráðið að áfram verði kennt um trúarbrögð í skólum, enda væri annað hrein ósvinna. En hvernig er trúarbragðakennslu sinnt í skólum? Í fjölmennum skóla þar sem ég þekki nokkuð til, er fyrir löngu búið að afnema kennslu í trúarbragðafræði, sem er slæmt, því það skilar ekki upplýstum nemendum hvað þetta mikilvæga svið varðar. Við verðum að fræða þjóðina um ólík lífsviðhorf og trú og þar er ég sammála mannréttindaráði. Hræðslan við trú hjá sumum mönnum er svo svæsin að manni kemur helst í hug að þeir líti á trúna sem sjúkdóm eða farsótt. Ég vil enda þessa grein með því að segja við þig, Brynjólfur Þór og ekki síst við fulltrúa mannréttindaráðs: Leyfið blómunum að spretta, leyfið fólki að umgangast skólana og treystið þeim, sem þangað koma og vinna með fagfólki, til að gera það af virðingu fyrir nemendum með ólíkar skoðanir. Ekki úða þennan garð sem skólarnir eru með eyðandi hugmyndum um höft og girðingar. Leyfið hunangsflugunum að suða og sólinni að skína. Notið svo gáfur ykkar og hæfileika til að skapa eitthvað gagnlegra en þessar forræðistillögur í anda ráðstjórnar. Og munið ætíð þetta: Foreldrarnir ráða þessu en ekki þið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Örn Bárður Jónsson Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Sæll og blessaður, Brynjólfur Þór og þakka þér fyrir að halda málstað mínum vakandi. Í orðabók segir m.a. um orðið ráðstjórn: „stjórn borgarráða". Þegar eitt lítið ráð hjá borginni ræðst í það verkefni að breyta sögunni og stefnir að því að eyða nær algjörlega samstarfi kirkju og skóla, sem verið hefur í jákvæðum farvegi um áratuga skeið, þá kalla ég það ráðstjórn undir neikvæðum formerkjum. Í grein þinni má greina rangfærslur og skrítin rök, eins og t.d. um kristnitökuna og kristnihátíðina árið 2000. Þorgeir Ljósvetningagoði var vitur maður. Hann afnam ekki aðra trú eins og þú heldur fram en hann var hins vegar raunsær á ástand mála á þeim tíma og taldi það horfa til friðar að menn hefðu einn sið í landinu. Þar sýndi hann fádæma visku og hugrekki. Og gleymdu því ekki að alþingi samþykkti tillögu hans. Þú telur að ég eigi að berjast fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju til að vera sjálfum mér samkvæmur. Þá flyt ég þér það fagnaðarerindi að ég hef reyndar þegar gert það í ræðu og riti. Varðandi skráningu í trúfélag þá vil ég segja að börn geta skráð sig úr þjóðkirkjunni, eða hvaða öðru trúfélagi sem er, þegar þau fá aldur til og áður en þau hafa greitt krónu í félagið. Dylgjur þínar í minn garð um fjárhagslegan ávinning leyfi ég mér að kalla ósmekklegt fleipur. Þú segir mig fara með rugl og vitleysu og skrifar: „Grein Arnar Bárðar er uppfull af skringilegheitum. Hann gerir fólki upp skoðanir. Hann gerir fólki í mannréttindaráði upp að vera slíkar mannleysur að einn Siðmenntarmaður nái að rugla það svo mjög að það virðist með algjöru óráði." Það vill svo til að tillögur mannréttindaráðs eru flestar ef ekki allar úr bréfi Siðmenntar frá 2005 til borgarinnar eins og staðfest var á forsíðu Mbl. 22. nóv. s.l. Þú mátt kalla fólkið í mannréttindaráði mannleysur enda hefur meirihlutinn gleypt málflutning Siðmenntar með húð og hári og svo skín þvingunarþóttinn í gegnum allt ferlið eins og sól í gegnum slípað gler. Á dögunum spurði ég einn meðlima ráðsins þessarar spurningar: „Verður leikskólabörnum bannað að heimsækja kirkjuna á aðventunni eins og þau hafa gert árum saman t.d. hér í Neskirkju, sungið lög um aðventu og jól, þegið kakó og piparkökur?" Skriflegt svar hans hljóðar svo: „Já, héðan í frá verður samskiptum skóla og kirkju hagað samkvæmt aðalnámsskrá. Börn í 1. og 4. bekk heimsækja kirkjur sem þátt í kristni fræðslu. Þið getið áfram boðið vesturbæingum í kökur og kaffi, þó það nú væri, en það verður þá utan skólatíma." Að vísu er ekki búið að afgreiða þetta mál. En það sem mig furðar mest er að ráðið, í núverandi tillögum, ætlar sér að taka fram fyrir hendur meirihluta foreldranna sem bera ábyrgð á börnunum. Ég hef auðvitað kynnt mér tillögurnar og þær miða að því að eyða nánast algjörlega tengslum kirkju og skóla, því tengslin mega aðeins vera utan skólatíma og þar með verða þau ekki lengur tengsl kirkju og skóla. Punktur basta! Varðandi orð mín á Bylgjunni á dögunum um að trúin á manninn sé ekki upp á marga fiska vil ég taka fram að ég ég tel manninn ekki verðugan fulltrúa í hlutverk guðdómsins en hins vegar hef ég mikla trú á manninum. Maðurinn er flottur á margan hátt en fremur klénn til átrúnaðar. Húmanismi, sem tiltrú á göfgi mannsins og hið fagra í hans fari, er göfugur sem slíkur, en hann nær að mínu viti skemur en hin stóru trúarbrögð. Trúfrelsi er tryggt í stjórnarskránni. Trúfrelsi þýðir að maður hefur þau mannréttindi að mega trúa og iðka trú sína án hindrana eða afskipta annarra. Ég er einlægur fylgjandi trúfrelsis en bið um að fólk hafi ekki endaskipti á því hugtaki og láti það merkja að hindra megi trúariðkun annarra. Tillögur mannréttindaráðs miða einkum að því að eyða samstarfi kirkju og skóla en auðvitað vill ráðið að áfram verði kennt um trúarbrögð í skólum, enda væri annað hrein ósvinna. En hvernig er trúarbragðakennslu sinnt í skólum? Í fjölmennum skóla þar sem ég þekki nokkuð til, er fyrir löngu búið að afnema kennslu í trúarbragðafræði, sem er slæmt, því það skilar ekki upplýstum nemendum hvað þetta mikilvæga svið varðar. Við verðum að fræða þjóðina um ólík lífsviðhorf og trú og þar er ég sammála mannréttindaráði. Hræðslan við trú hjá sumum mönnum er svo svæsin að manni kemur helst í hug að þeir líti á trúna sem sjúkdóm eða farsótt. Ég vil enda þessa grein með því að segja við þig, Brynjólfur Þór og ekki síst við fulltrúa mannréttindaráðs: Leyfið blómunum að spretta, leyfið fólki að umgangast skólana og treystið þeim, sem þangað koma og vinna með fagfólki, til að gera það af virðingu fyrir nemendum með ólíkar skoðanir. Ekki úða þennan garð sem skólarnir eru með eyðandi hugmyndum um höft og girðingar. Leyfið hunangsflugunum að suða og sólinni að skína. Notið svo gáfur ykkar og hæfileika til að skapa eitthvað gagnlegra en þessar forræðistillögur í anda ráðstjórnar. Og munið ætíð þetta: Foreldrarnir ráða þessu en ekki þið!
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun