ÍR og Breiðablik mætast í Iceland Express deild karla í körfubolta klukkan 19.15 í Kennaraháskólanum í kvöld. Þrír þjálfarar liðanna sækjast þar eftir sínum fyrsta sigri í Iceland Express deildinni í vetur.
Gunnar Sverrisson tók við ÍR-liðinu af Jóni Arnari Ingvarssyni um áramótin en liðið hefur tapað fyrstu þremur deildarleikjunum undir hans stjórn á móti Njarðvík (93-113), KR (76-103) og Hamar (81-102).
ÍR vann hinsvegar sinn fyrsta og eina sigur undir stjórn Gunnars á móti Breiðabliki í átta liða úrslitum Subwaybikarsins. Blikar hafa líka gengið í gegnum þjálfarabreytingar því eru komnir með nýjan þjálfara síðan í bikarleiknum.
Hrafn Kristjánsson hætti með Blikaliðið eftir síðasta deildarleik (100-104 tap fyrir FSu) og þeir Sævaldur Bjarnason og Guðni Hafsteinsson eru teknir við Kópavogsliðinu. Sævaldur og Guðni stjórna liðinu í fyrsta sinn í Kennó í kvöld en þetta verður fyrsti úrvalsdeildarleikurinn hjá þeim báðum.
Þrír þjálfarar sækjast eftir fyrsta sigrinum í Kennó í kvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn



FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn


Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna
Enski boltinn

Valur tímabundið á toppinn
Handbolti

