Húsgagnasmíði slær í gegn hjá nýnemum 1. desember 2010 02:00 Guðmundur Hreinsson og Magnús Ólafsson kennari ásamt nemendum Skólastjóri Byggingartækniskólans og fyrsta árs nemar í húsgagnasmíði á sýningu á skápum og borðum sem nemendur smíðuðu. Sýningin hófst í gær og lýkur í dag í Tækniskólanum á Skólavörðuholti.Fréttablaðið/GVA Guðmundur Hreinsson, skólastjóri Byggingartækniskólans, segir ásókn í húsgagnasmíði hafa sprungið út síðustu misseri. Alls sóttu 22 um að byrja í húsgagnasmíði á komandi vorönn. Undanfarið hafa nýnemar hverju sinni verið tíu talsins. Guðmundur segir aðsóknina að húsgagnasmíðinni sveiflast talsvert eins og tískubylgjur. Stundum hafi hún farið „undir frostmark“ eins og hann orðar það. „Þegar uppsveiflan í þjóðfélaginu var sem mest var minnsti spenningurinn fyrir þessu námi en upp úr hruni byrjaði einhver undiralda í hina áttina og núna virðist þetta vera alveg í þveröfuga stefnu,“ segir Guðmundur, sem kveður námið í húsgagnasmíði reyndar hafa tekið nokkrum breytingum. Það hafi færst meira í áttina að hönnun og því sæki fleiri listanemendur í deildina. „Nú leyfum við nemendum að hanna sín eigin húsgögn og smíða eða þá að velja sér húsgögn eftir einhverja fræga hönnuði og smíða þau. Þar af leiðandi höfum við verið að fá nemendur sem hyggja á framhaldsnám í einhverju tengdu listum,“ útskýrir Guðmundur. Þótt sumir hyggi á framhaldsnám að loknu námi í húsgagnasmíði ætla aðrir að róa á önnur mið. „Það er kostur að geta bæði hannað og smíðað sína gripi. Margir hafa hug á því að selja sína eigin hönnun og ég hef verið að segja við þessa nemendur að það sé aldrei að vita nema grundvöllur sé fyrir því að fólk hafi litla verslun og verkstæði á bak við – eins og þetta var hérna áður fyrr,“ segir Guðmundur. Í gær og í dag sýna fyrsta árs nemar smíði sína á skápum og borðum í Tækniskólanum á Skólavörðuholti og er öllum heimill aðgangur að sýningunni. Skólastjórinn segir samsetningu nemendahópsins hafa breyst gríðarlega. Þótt húsgagnasmiðir séu ekki alveg orðnir að kvennastétt sé yfir helmingur nemendanna konur. „Eftir að þetta varð vinsælt hefur kynjahlutfallið verið næstum jafnt og það er virkilega gaman að því og mjög ánægjulegt að líta inn í kennslustofuna,“ segir Guðmundur Hreinsson. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Guðmundur Hreinsson, skólastjóri Byggingartækniskólans, segir ásókn í húsgagnasmíði hafa sprungið út síðustu misseri. Alls sóttu 22 um að byrja í húsgagnasmíði á komandi vorönn. Undanfarið hafa nýnemar hverju sinni verið tíu talsins. Guðmundur segir aðsóknina að húsgagnasmíðinni sveiflast talsvert eins og tískubylgjur. Stundum hafi hún farið „undir frostmark“ eins og hann orðar það. „Þegar uppsveiflan í þjóðfélaginu var sem mest var minnsti spenningurinn fyrir þessu námi en upp úr hruni byrjaði einhver undiralda í hina áttina og núna virðist þetta vera alveg í þveröfuga stefnu,“ segir Guðmundur, sem kveður námið í húsgagnasmíði reyndar hafa tekið nokkrum breytingum. Það hafi færst meira í áttina að hönnun og því sæki fleiri listanemendur í deildina. „Nú leyfum við nemendum að hanna sín eigin húsgögn og smíða eða þá að velja sér húsgögn eftir einhverja fræga hönnuði og smíða þau. Þar af leiðandi höfum við verið að fá nemendur sem hyggja á framhaldsnám í einhverju tengdu listum,“ útskýrir Guðmundur. Þótt sumir hyggi á framhaldsnám að loknu námi í húsgagnasmíði ætla aðrir að róa á önnur mið. „Það er kostur að geta bæði hannað og smíðað sína gripi. Margir hafa hug á því að selja sína eigin hönnun og ég hef verið að segja við þessa nemendur að það sé aldrei að vita nema grundvöllur sé fyrir því að fólk hafi litla verslun og verkstæði á bak við – eins og þetta var hérna áður fyrr,“ segir Guðmundur. Í gær og í dag sýna fyrsta árs nemar smíði sína á skápum og borðum í Tækniskólanum á Skólavörðuholti og er öllum heimill aðgangur að sýningunni. Skólastjórinn segir samsetningu nemendahópsins hafa breyst gríðarlega. Þótt húsgagnasmiðir séu ekki alveg orðnir að kvennastétt sé yfir helmingur nemendanna konur. „Eftir að þetta varð vinsælt hefur kynjahlutfallið verið næstum jafnt og það er virkilega gaman að því og mjög ánægjulegt að líta inn í kennslustofuna,“ segir Guðmundur Hreinsson. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira