Óðinn Björn Þorsteinsson gerði þrisvar sinnum ógilt í kúluvarpskeppninni á EM og er þar með úr leik. Þetta eru eðlilega mikil vonbrigði.
Kasta þurfti 20 metra til að komast áfram eða vera á meðal tólf efstu í keppninni.
Íslandsmet Péturs Guðmundssonar frá 1990 er 21,26 metrar.
Besti árangur Óðins á árinu er 19,37 metrar.
