Útlendingar kvíða Kötlugosi Óli Tynes skrifar 16. apríl 2010 18:56 Öngþveiti ríkir í samgöngum í Evrópu. Flugmálayfirvöld gera ekki ráð fyrir að flug komist í eðlilegt horf fyrr en eftir helgina í fyrsta lagi. Menn eru þegar farnir að kvíða fyrir Kötlugosi. Ferðaáætlanir milljóna manna um allan heim eru enn í uppnámi vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Þúsundir flugvéla bíða á flugvöllum og ástandið versnar auðvitað með hverjum deginum sem líður. Gosið er því enn með fyrstu fréttum í fjölmiðlum. Sumir flugvellir eru mannlausir aðrir troðfullir af fólki. Mikill fjöldi manna á í engin hús að venda þar sem hótel um alla Evrópu eru yfirfull. Flugmálayfirvöld fylgjast náið með ferli öskunnar og reyna að skjóta inn flugferðum þegar og þar sem færi gefst. Það er þó eins og dropi í hafið. Aska er farin að falla til jarðar í Noregi og í Danmörku telja fjónbúar sig finna brennisteinsfnyk alla leið frá Íslandi. Alþjóða heilbrigðisstofnunin hefur ráðlagt Evrópubúum að halda sig innan dyra þegar og ef askan byrjar að falla. Erlendir fjölmiðlar gera lítið til að hugga sitt fólk. Því er sagt að á Íslandi sé til eldfjall sem heiti Katla. Og ef það haldi að ástandið sé slæmt núna skuli það bara bíða þartil Katlar fer af stað. Það er svo kaldhæðni örlaganna að flugvellirnir bæði í Reykjavík og Keflavík eru opnir. Tafir sem hafa orðið á flugi til og frá Íslandi eru vegna flugvalla sem eru opnir erlendis. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Öngþveiti ríkir í samgöngum í Evrópu. Flugmálayfirvöld gera ekki ráð fyrir að flug komist í eðlilegt horf fyrr en eftir helgina í fyrsta lagi. Menn eru þegar farnir að kvíða fyrir Kötlugosi. Ferðaáætlanir milljóna manna um allan heim eru enn í uppnámi vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Þúsundir flugvéla bíða á flugvöllum og ástandið versnar auðvitað með hverjum deginum sem líður. Gosið er því enn með fyrstu fréttum í fjölmiðlum. Sumir flugvellir eru mannlausir aðrir troðfullir af fólki. Mikill fjöldi manna á í engin hús að venda þar sem hótel um alla Evrópu eru yfirfull. Flugmálayfirvöld fylgjast náið með ferli öskunnar og reyna að skjóta inn flugferðum þegar og þar sem færi gefst. Það er þó eins og dropi í hafið. Aska er farin að falla til jarðar í Noregi og í Danmörku telja fjónbúar sig finna brennisteinsfnyk alla leið frá Íslandi. Alþjóða heilbrigðisstofnunin hefur ráðlagt Evrópubúum að halda sig innan dyra þegar og ef askan byrjar að falla. Erlendir fjölmiðlar gera lítið til að hugga sitt fólk. Því er sagt að á Íslandi sé til eldfjall sem heiti Katla. Og ef það haldi að ástandið sé slæmt núna skuli það bara bíða þartil Katlar fer af stað. Það er svo kaldhæðni örlaganna að flugvellirnir bæði í Reykjavík og Keflavík eru opnir. Tafir sem hafa orðið á flugi til og frá Íslandi eru vegna flugvalla sem eru opnir erlendis.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira