Enginn með byssu við höfuðið á Braga 1. desember 2010 06:00 Björgvin Þorsteinsson Björgvin Þorsteinsson, lögmaður eigenda Árbótar, sagði í viðtali í síðdegisútvarpi Rásar 2 á fimmtudaginn að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefði undirritað starfslokasamninginn við Árbót þar sem samið var um 30 milljóna króna uppgjör við heimilið. „Ég er nú með þennan samning fyrir framan mig sem undirritaður var í sumar. Undir þennan samning hefur Bragi Guðbrandsson skrifað,“ sagði Björgvin. „Ég veit ekki til þess að neinn hafi verið með byssu við höfuðið á honum þegar hann skrifaði undir þetta.“ Í minnisblaði frá Braga Guðbrandssyni sem dagsett er 14. júlí síðastliðinn kemur fram að á fundi með ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins og skrifstofustjóra hafi verið óskað eftir því að Barnaverndarstofa tæki þátt í afgreiðslu málsins með undirskrift á samkomulaginu enda væri stofan samningsaðili við Árbót. „Ég vísaði til fyrri samskipta við ráðuneytið vegna málsins, meðal annars bréfa og tölvupóstsamskipta, þar sem stofan hefði ítrekað látið í ljós það álit að samkomulagið stæðist ekki góða stjórnsýslu af margvíslegum ástæðum,“ segir í minnisblaði Braga um fundinn. „Þá orkaði tvímælis að stofan ætti aðild að samkomulaginu þar sem málinu hefði á sínum tíma, að ósk ráðuneytisins sem og rekstraraðila, verið vísað til afgreiðslu ráðuneytisins [...] Þannig væru drög að umræddu samkomulagi alfarið unnin af hálfu ráðuneytisins og án aðkomu stofunnar og því væri óeðlilegt að Barnaverndarstofa skrifaði undir það. Á hinn bóginn væri stofunni skylt að hlíta fyrirmælum ráðherra í þessa veru ef svo bæri undir [...] Ég skyldi tryggja að það gengi eftir. Væri kallað eftir sjónarmiði mínu af hálfu annarra vegna samkomulagsins greindi ég frá því að ég myndi alls ekki tjá mig um það, hvorki verja það né gagnrýna.“ Fréttir Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Erlent Fleiri fréttir Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Sjá meira
Björgvin Þorsteinsson, lögmaður eigenda Árbótar, sagði í viðtali í síðdegisútvarpi Rásar 2 á fimmtudaginn að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefði undirritað starfslokasamninginn við Árbót þar sem samið var um 30 milljóna króna uppgjör við heimilið. „Ég er nú með þennan samning fyrir framan mig sem undirritaður var í sumar. Undir þennan samning hefur Bragi Guðbrandsson skrifað,“ sagði Björgvin. „Ég veit ekki til þess að neinn hafi verið með byssu við höfuðið á honum þegar hann skrifaði undir þetta.“ Í minnisblaði frá Braga Guðbrandssyni sem dagsett er 14. júlí síðastliðinn kemur fram að á fundi með ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins og skrifstofustjóra hafi verið óskað eftir því að Barnaverndarstofa tæki þátt í afgreiðslu málsins með undirskrift á samkomulaginu enda væri stofan samningsaðili við Árbót. „Ég vísaði til fyrri samskipta við ráðuneytið vegna málsins, meðal annars bréfa og tölvupóstsamskipta, þar sem stofan hefði ítrekað látið í ljós það álit að samkomulagið stæðist ekki góða stjórnsýslu af margvíslegum ástæðum,“ segir í minnisblaði Braga um fundinn. „Þá orkaði tvímælis að stofan ætti aðild að samkomulaginu þar sem málinu hefði á sínum tíma, að ósk ráðuneytisins sem og rekstraraðila, verið vísað til afgreiðslu ráðuneytisins [...] Þannig væru drög að umræddu samkomulagi alfarið unnin af hálfu ráðuneytisins og án aðkomu stofunnar og því væri óeðlilegt að Barnaverndarstofa skrifaði undir það. Á hinn bóginn væri stofunni skylt að hlíta fyrirmælum ráðherra í þessa veru ef svo bæri undir [...] Ég skyldi tryggja að það gengi eftir. Væri kallað eftir sjónarmiði mínu af hálfu annarra vegna samkomulagsins greindi ég frá því að ég myndi alls ekki tjá mig um það, hvorki verja það né gagnrýna.“
Fréttir Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Erlent Fleiri fréttir Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Sjá meira