Árni Friðriksson í olíuleit á Drekasvæðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 25. ágúst 2010 18:39 Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er komið í olíuleit á Drekasvæðinu. Skipið safnar borkjarnasýnum úr efstu botnlögum til að kanna hvort í þeim leynist olía eða gas. Fréttir af gasfundi við Grænland gætu skipt Íslendinga máli. Það var borskipið Stena Forth sem fann gasið undan vesturströnd Grænlands en skoska olíuleitarfyrirtækið Cairn Energy notar einnig borpallinn Stena Don við olíuboranirnar, sem munu halda áfram út septembermánuð. Félagið fann ekki aðeins gas heldur skýrði einnig frá því í gær að vísbendingar væru um olíu á svæðinu. Í dönskum fjölmiðlum er talað um að Grænland hafi dottið í lukkupottinn en grænlenskir ráðamenn binda vonir við að olía muni tryggja fjárhagslegt sjálfstæði Grænlands í framtíðinni. Gasið fannst undir hafsbotni norðvestur af höfustaðnum Nuuk, um 170 kílómetra undan strönd landsins. Erlendir fréttaskýrendur segja þessar fréttir auka áhuga alþjóðlegra olíufyrirtækja á Grænlandi en næstu olíuleitarútboð eru áformuð síðar á þessu ári og árið 2012, og verður leit og vinnsla við Austur-Grænland meðal annars boðin út. Allt landgrunnið við austurströnd Grænlands þykir raunar áhugavert, frá sjónarhóli olíuiðnaðarins. Olíufundur þar gæti haft mikil áhrif hérlendis, en staðhættir við Austur-Grænland gera það að verkum að íslenskar hafnir gætu orðið þjónustuhafnir. Þá spáir orkumálastjóri því að íslenska Drekasvæðið muni fá meiri athygli en hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er einmitt statt þar þessa dagana og það við olíuleit. Skipið tekur borkjarnasýni af hafsbotninum niður á allt að fimm metra dýpi í setlögin. Sýnin eru djúpfryst um borð í skipinu og verða síðan send til Noregs þar sem rannsakað verður hvort merki um olíu eða gas sjáist í botnlögunum. Verkefnið er unnið í samvinnu við norsk stjórnvöld en Árni Friðriksson mun einnig kortleggja Jan Mayen hrygginn Noregsmegin með fjölgeislamælingum. Skroll-Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er komið í olíuleit á Drekasvæðinu. Skipið safnar borkjarnasýnum úr efstu botnlögum til að kanna hvort í þeim leynist olía eða gas. Fréttir af gasfundi við Grænland gætu skipt Íslendinga máli. Það var borskipið Stena Forth sem fann gasið undan vesturströnd Grænlands en skoska olíuleitarfyrirtækið Cairn Energy notar einnig borpallinn Stena Don við olíuboranirnar, sem munu halda áfram út septembermánuð. Félagið fann ekki aðeins gas heldur skýrði einnig frá því í gær að vísbendingar væru um olíu á svæðinu. Í dönskum fjölmiðlum er talað um að Grænland hafi dottið í lukkupottinn en grænlenskir ráðamenn binda vonir við að olía muni tryggja fjárhagslegt sjálfstæði Grænlands í framtíðinni. Gasið fannst undir hafsbotni norðvestur af höfustaðnum Nuuk, um 170 kílómetra undan strönd landsins. Erlendir fréttaskýrendur segja þessar fréttir auka áhuga alþjóðlegra olíufyrirtækja á Grænlandi en næstu olíuleitarútboð eru áformuð síðar á þessu ári og árið 2012, og verður leit og vinnsla við Austur-Grænland meðal annars boðin út. Allt landgrunnið við austurströnd Grænlands þykir raunar áhugavert, frá sjónarhóli olíuiðnaðarins. Olíufundur þar gæti haft mikil áhrif hérlendis, en staðhættir við Austur-Grænland gera það að verkum að íslenskar hafnir gætu orðið þjónustuhafnir. Þá spáir orkumálastjóri því að íslenska Drekasvæðið muni fá meiri athygli en hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er einmitt statt þar þessa dagana og það við olíuleit. Skipið tekur borkjarnasýni af hafsbotninum niður á allt að fimm metra dýpi í setlögin. Sýnin eru djúpfryst um borð í skipinu og verða síðan send til Noregs þar sem rannsakað verður hvort merki um olíu eða gas sjáist í botnlögunum. Verkefnið er unnið í samvinnu við norsk stjórnvöld en Árni Friðriksson mun einnig kortleggja Jan Mayen hrygginn Noregsmegin með fjölgeislamælingum.
Skroll-Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira