Hrafn Kristjánsson: Svona spáðum við þessu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2010 16:30 Hrafn Kristjánsson. Mynd/Daníel Liðum Hrafns Kristjánssonar er spáð góðu gengu í Iceland Express deilum karla og kvenna í vetur. Karlaliðinu var spáð Íslandsmeistaratitlinum í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna en kvennaliðið sem hefur titil að verja endaði í 2. sæti í spánni. „Það eru búnar að vera gríðarlega miklar breytingar kvennamegin og fannst það alveg vera kýrskýrt hverjar myndu verða efstar þeim megin. Það hefur verið ágætisgangur á karlaliðinu og við gerum tilkall til efsta sætisins eins og tvö til þrjú önnur lið. Svona spáðum við þessu þannig að það þýðir ekkert að láta þetta ná til sín," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari karla og kvennaliðs KR en Keflavík var spáð Íslandsmeistaratitli í kvennadeildinni. Karlalið KR spilaði kanalaust á undirbúningstímabilinu en bandarískur leikmaður var nýlentur á landinu þegar fundurinn fór fram í dag. „Við erum að fá Bandaríkjamann inn í þetta núna og það breytir þessu til batnaðar hjá okkur. Það er ekki víst að það gerist næstu vikurnar því þetta þarf smá aðlögunarferli. Ég veit ekki enn hversu stór þáttur hans verður í fyrsta leiknum á móti Stjörnunni," sagði Hrafn se vonast til þessa að nýi bandaríski bakvörðurinn hjálpi KR-liðinu mikið varnarlega. „Við erum sóknarlega að nálgast það sem við viljum vera en eftir að við fórum yfir Snæfellsleikinn þá komu fram miklar brotalamir í grundvallaratriðum varnarleiksins sem við þurfum að bæta. það er gott að geta séð hvað er að. Það er nýr þjálfari og nýjar áherslur en ég hef fulla trú á þessu liði. Við eigum ennþá töluvert inni og það er gott því það er ekki gott að eiga ekkert inni á þessum árstíma," sagði Hrafn. Kvennaliðið tapaði illa fyrir Keflavík í úrslitaleik Lengjubikarsins en kom til baka með því að vinna Hauka í Meistarakeppninni í gær. „Stelpurnar sýndu gríðarlegan karkater í meistarakeppninni með því að koma til baka eftir tapið í Lengjubikarnum. Í ofanálag vantaði þrjár stelpur sem eru vanalega að spila hjá mér. Ég níddist svolítið á lykilmönnum í þeim leik en þær stigu svo sannarlega upp og sýndu hvað þær eru í góðu leikformi," sagði Hrafn en hann segir kvennaliðið vera búið að missa mikið. „Við erum að missa sjö leikmenn úr leikmannahópnum sem landaði titlinum í fyrra og þar á meðal eru Signý Hermannsdóttir, Unnur Tara og bandarískur leikmaður," sagði Hrafn sem vill ekkert gefa út um það hvort kvennaliði verði með bandarískan leikmann í vetur. "Við munum alltof skoða það sem við þurfum að gera til þess að standa í baráttunni í lokin," sagði Hrafn að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Liðum Hrafns Kristjánssonar er spáð góðu gengu í Iceland Express deilum karla og kvenna í vetur. Karlaliðinu var spáð Íslandsmeistaratitlinum í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna en kvennaliðið sem hefur titil að verja endaði í 2. sæti í spánni. „Það eru búnar að vera gríðarlega miklar breytingar kvennamegin og fannst það alveg vera kýrskýrt hverjar myndu verða efstar þeim megin. Það hefur verið ágætisgangur á karlaliðinu og við gerum tilkall til efsta sætisins eins og tvö til þrjú önnur lið. Svona spáðum við þessu þannig að það þýðir ekkert að láta þetta ná til sín," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari karla og kvennaliðs KR en Keflavík var spáð Íslandsmeistaratitli í kvennadeildinni. Karlalið KR spilaði kanalaust á undirbúningstímabilinu en bandarískur leikmaður var nýlentur á landinu þegar fundurinn fór fram í dag. „Við erum að fá Bandaríkjamann inn í þetta núna og það breytir þessu til batnaðar hjá okkur. Það er ekki víst að það gerist næstu vikurnar því þetta þarf smá aðlögunarferli. Ég veit ekki enn hversu stór þáttur hans verður í fyrsta leiknum á móti Stjörnunni," sagði Hrafn se vonast til þessa að nýi bandaríski bakvörðurinn hjálpi KR-liðinu mikið varnarlega. „Við erum sóknarlega að nálgast það sem við viljum vera en eftir að við fórum yfir Snæfellsleikinn þá komu fram miklar brotalamir í grundvallaratriðum varnarleiksins sem við þurfum að bæta. það er gott að geta séð hvað er að. Það er nýr þjálfari og nýjar áherslur en ég hef fulla trú á þessu liði. Við eigum ennþá töluvert inni og það er gott því það er ekki gott að eiga ekkert inni á þessum árstíma," sagði Hrafn. Kvennaliðið tapaði illa fyrir Keflavík í úrslitaleik Lengjubikarsins en kom til baka með því að vinna Hauka í Meistarakeppninni í gær. „Stelpurnar sýndu gríðarlegan karkater í meistarakeppninni með því að koma til baka eftir tapið í Lengjubikarnum. Í ofanálag vantaði þrjár stelpur sem eru vanalega að spila hjá mér. Ég níddist svolítið á lykilmönnum í þeim leik en þær stigu svo sannarlega upp og sýndu hvað þær eru í góðu leikformi," sagði Hrafn en hann segir kvennaliðið vera búið að missa mikið. „Við erum að missa sjö leikmenn úr leikmannahópnum sem landaði titlinum í fyrra og þar á meðal eru Signý Hermannsdóttir, Unnur Tara og bandarískur leikmaður," sagði Hrafn sem vill ekkert gefa út um það hvort kvennaliði verði með bandarískan leikmann í vetur. "Við munum alltof skoða það sem við þurfum að gera til þess að standa í baráttunni í lokin," sagði Hrafn að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira