![](https://www.visir.is/i/56A13D88FE84546B8B0B44E5BC83102CA9A2563CB35C950F3C3D0A3E6CC5BFCC_80x80.jpg)
Hámark siðferðis
Það er ekki brýnasta verkefni íslenskra bankastjóra að hámarka arðsemi til skamms tíma. Miklu mikilvægara er að hámarka siðferði til langs tíma. Þetta blasir við þegar sértæk skuldaaðlögun fyrirtækja stendur yfir. Þar verður ekki unað við þá þversögn að fulltrúar helstu gjaldþrota íslensks viðskiptalífs njóti forkaupsréttar á glötuðum eignum sínum. Og hvað segir það aukinheldur um hrunalærdóminn að þeir einir geta boðið best sem tapað hafa mestu?
Nú er það ekki svo að stjórnmálamenn eigi að ákveða hvaða einstaklingar mega reka fyrirtæki. Aftur á móti er pólitísk stefnumótun í þessum efnum afar mikilvæg - og sömuleiðis eftirfylgni þingheims. Skortur á hvorutveggju er samfélaginu háskalegur eins og nöturleg dæmin sanna.
Illskiljanlegt er að nýir bankastjórnendur hampi þeim helst sem verst hafa leikið íslenskt viðskiptalíf á síðustu árum. Öllu verra er að þeir njóti afskrifta og ívilnana umfram almenning. Það er eðlileg krafa að athafnamenn, sem hafa réttarstöðu grunaðra í bankahruninu, fái ekki óhindraðan aðgang að fyrri eignum sínum. Í reynd ber að taka fyrir það. Fyrir því hlýtur að vera meirihluti á Alþingi.
Engin ástæða er til að gefa afslátt af íslensku réttarkerfi við siðvæðingu viðskiptalífsins. Sakleysi gildir uns sekt er sönnuð. Því má vel vera að flestir þeir kaupahéðnar sem fremstir fóru í krosseignakapphlaupinu - og ekki hafa fengið réttarstöðu grunaðra - megi sitja við sama borð og aðrir landsmenn þegar kemur að skiptum gæðanna, en þeir eiga ekki að njóta forkaupsréttar.
Hámörkun fjár má ekki vera á kostnað hámörkun siðferðis. Og svo er hitt: Almenn og opin útboð hljóta hér að vera meginreglan. Hitt er fullreynt í þröngu, myrkvuðu og líkast til mygluðu handvali.
Höfundur er alþingismaður.
Skoðun
![](/i/0B27205CE8AFD0019B53BCA6B97E854289CA99062F523F83EC83EF865C43ED91_390x390.jpg)
Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun
Mörður Árnason skrifar
![](/i/575A44EA6FF5CB9008F40DBEA414E644291E51C3F01E7A65227644296FD558D3_390x390.jpg)
Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um
Stefán Guðbrandsson skrifar
![](/i/769EAE859423563D52A4CD73D436F66327E31B9CD46ACE3D330531DE166F13E7_390x390.jpg)
Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
![](/i/102B276AC088669C3E1C62B2E769172B33E0B28805AB4CED3788EAD52FBBF9A2_390x390.jpg)
Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum
Heimir Már Pétursson skrifar
![](/i/1AA811B035DAA38410B77432A1C9B115A192B4BFAABDAFECCD0109543BB3A230_390x390.jpg)
Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð?
Bjarni Jónsson skrifar
![](/i/C3F48C5E36DAD24042DD2578D17A5E75BD16524FBB6B7EC4705C984F43BC0E2B_390x390.jpg)
Flugvöllur okkar allra!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar
![](/i/3F46988B96369A6324A74554997EAE1CD82D684B1738FB530F15D7F8015A3C88_390x390.jpg)
Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál
Erna Bjarnadóttir skrifar
![](/i/680D6C99361E0F091E0F9CA954DFC9393E04BB45A12CB4895D506F8C63464CA4_390x390.jpg)
Við þurfum að ræða um Evrópusambandið
Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar
![](/i/4BEE960B561724C7264ABDA0B458B27145A1C72B13E216A032B2D7FCE875E7B9_390x390.jpg)
Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
![](/i/6F7538410667D7A3DA20BC7E4EA2C7291EEEF84345CE79D9EE9315AD21E3093E_390x390.jpg)
Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins?
Arna Harðardóttir skrifar
![](/i/1814C612759FE185F6835DC737BD8ED565D3FB12D94C8F2074C0ED63BA11A794_390x390.jpg)
Þegar raunveruleikinn er forritaður
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
![](/i/A99F6E51BFCA509B1D1ECEBBC044865E271AFF18B8D9AF255AA46311D13D888D_390x390.jpg)
Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi?
Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
![](/i/C06C54369C42A84C423061ADCC6FBB1CCB19CAC6354ED610CFE01AB1F4884F07_390x390.jpg)
Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von?
Ole Anton Bieltvedt skrifar
![](/i/AFE7EF2B5920FAD10F19CA0706D04449F1AB1BF8EEF3F28E2C26AB9CC3459856_390x390.jpg)
Valentínus
Árni Már Jensson skrifar
![](/i/BF6191CBB57887FCE99C3EA792BA1DCB0FC201485E8C0B250C67B1F6CD73CE8F_390x390.jpg)
Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið
Eggert Sigurbergsson skrifar
![](/i/29FB0D6CE3679405F79D4E2384152C1C24E9388BD7820F01984B593DEC7F5F61_390x390.jpg)
Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety
Gyða Hjartardóttir skrifar
![](/i/27F5A98B7CEE3A255C9270EACCC45F3F64132EF173A7A3FCA7C226BBD429B735_390x390.jpg)
Kolbikasvört staða
María Rut Kristinsdóttir skrifar
![](/i/05DC43C3605D0A99CFA59666F731374813CD3CE83282158DB50CC24CF0C61CB2_390x390.jpg)
Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal
Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
![](/i/CA61D697F994D0431C6C5C2E864D1B1038FA0718BF6DB0DB0BE6A8D10983EE04_390x390.jpg)
Ekkert um okkur án okkar
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
![](/i/9E88FDB070AA951E4CC360010BE4C213925AE8328FCCF702436522AB547FAAB9_390x390.jpg)
One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni!
Davíð Bergmann skrifar
![](/i/F0CBFE1A5C5BBF6A68ADCCC1D55C02C0BFB6CAE7F4C66F2E54DC96901742E065_390x390.jpg)
Rauðsokkur í Efra-Breiðholti
Edith Oddsteinsdóttir skrifar
![](/i/5C276E02256C58426372A9785BBB37E9682A9FF8BEE48499E2B7BA5DF5DA1F8F_390x390.jpg)
Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi
Hjalti Ómar Ágústsson skrifar
![](/i/EF90E8603BDA7588C7748187A40E00A18E6FE020D89E26AD5E6EA9E0460202FF_390x390.jpg)
Hugtakinu almannaheill snúið á haus
Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar
![](/i/638F818A27B7BFD56CCE57B7EF55E7842D5BEB589496910061FE85CAA8BF7530_390x390.jpg)
Faglegt val í stjórnir ríkisfyrirtækja
Daði Már Kristófersson skrifar
![](/i/2E04992626056C82690CF8549353A51D54B1E9D78ACBB024D6931FC5D21BE623_390x390.jpg)
Umferðaröryggissérfræðingur lemur höfðinu við malbikið
Sigþór Sigurðsson skrifar
![](/i/05745AFF8F7DB756F9F4986D60715CE123DF3E53632149E05208D3DD51FE6538_390x390.jpg)
Ég stend með kennurum
Ögmundur Jónasson skrifar
![](/i/19B7E294B5F181B776ADB8D1E657079AA918C6DD85E3DE52AF9CFAC476E02D82_390x390.jpg)
Matvælastofnun - dýravernd verði rutt úr stofnuninni - strax
Árni Stefán Árnason skrifar
![](/i/106DAA0D92124694EAD0F6E3405FA465DD37D4B4F505B313B0E2C056CC36E3EB_390x390.jpg)
Að lesa Biblíuna eins og Njálu
Örn Bárður Jónsson skrifar
![](/i/04B446492EB2B07DD45513C5E565B4A434DC6AA9E2AB44837FE651EBC1A9E540_390x390.jpg)
Þora ekki í skólann
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
![](/i/9F2BFA7D1EFB1D1FD06A83C2D6BB44C626D1F818220F3B49B2596EC7A7E9A760_390x390.jpg)
Græn borg
Auður Elva Kjartansdóttir skrifar