Hann vann þrjú PGA mót á tímabilinu og sjö sinnum var hann á meðal 10 efstu í alls 21 móti sem hann keppti á.
Furyk þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af fjármálunum en hann hefur unnið sér inn rúmlega 550 milljónir kr. á þessu tímabili. Hann var í fimmta sæti yfir meðalskor á PGA mótaröðinni 69,83 högg að meðaltali á hring.
„Ég er ekki viss um að ég vilji að árinu 2010 ljúki, þetta ár verður alltaf betra og betra," sagði Furyk þegar hann tók á móti Jack Nicklaus verðlaunagripnum í gær. Ernie Els, Dustin Johnson, Matt Kuchar og Phil Mickelson voru einnig tilnefndir en Furyk fékk flest atkvæði.