Fótbolti

Bayern Munchen skilar hagnaði sextánda árið í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Karl-Heinz Rummenigge, forseti Bayern tekur hér á móti Arjen Robben í fyrra.
Karl-Heinz Rummenigge, forseti Bayern tekur hér á móti Arjen Robben í fyrra. Mynd/AFP
Það eru fá félög rekin betur en þýsku meistararnir í Bayern Munchen en Karl-Heinz Rummenigge, forseti félagsins, sagði í dag að félagið hafi skilað methagnaði á síðasta ári.

„Við erum erum að fara yfir 300 milljón evra múrinn í fyrsta sinn og þegar við tökum inn hagnaðinn af Allianz-Arena þá ætti hagnaðurinn að fara yfir 350 milljónir evra," sagði Karl-Heinz Rummenigge við Focus-Money blaðið.

Þetta þýðir hagnað upp á yfir 54 milljarða íslenskra króna en Bayern vann tvöfalt á síðasta tímaibli og komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Internaztionale Milan.

Gamla metið er síðan á 2006-07 tímabilinu þegar félagið græddi 286,6 milljónir evra en þetta er sextánda árið í röð sem Bayern skilar hagnaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×