Ólíkleg myndasöguhetja lítur brátt dagsins ljós, eða múslimadrengur í hjólastól með yfirnáttúrulega eiginleika.
Þessi nýja ofurhetja er hugar-fóstur hóps ungra, fatlaðra Bandaríkjamanna og Sýrlendinga Fyrsta teikningin af ofurhetjunni sýnir múslimadreng sem hefur misst fótleggina eftir að hafa orðið fyrir jarðsprengju.
Síðar meir breytist drengurinn í hetjuna Silfursporðdrekann eftir að hann uppgötvar að hann getur beygt málm með hugarorkunni einni saman.- fb