Schumacher fannst Alonso hindra sig 27. mars 2010 16:42 Michael Schumacher ræðir við Fernando Alonso eftir tímatökuna í dag. Mynd: Getty Images Þjóðverjinn Michael Schumacher ræddi við Fernando Alonso strax eftir tímatökuna og spurði hann hvort Ferrari liðið hefði beðið hann að tefja fyrir sér í tímatökunni á einhvern hátt. "Alonso tafði mig í lokatilraun minni. Ég spurði hann hvort liðið hefði beðið hann að gera slíkt, en hann neitaði því", sagði Schumacher um atvikið. Alonso var að hægja á eftir sinn hraðasta hring í tímatökunni, en Schumacher að taka hressilega á því. "Alonso hafði um annað að hugsa og var kannski ekki að horfa í speglanna. En við ræddum þessi mál sérstaklega á fundi í gær og Alonso var meðal þeirra sem var að spyrjast fyrir um svona mál, því þetta þyrfti að vera í lagi." "Ég ræddi við Charlie Whiting (FIA) því ég vildi vita hvort eitthvað hafi breyst varðandi fyrirkomulagið og hvor reglurnar hafa breyst. Ég þarf að vita hvað er í lagi og hvað ekki. Ef maður er að reyna sitt besta, sem ég er að gera og einhver hægir á þér, þá er það ekki þægileg upplifun", sagði Schumacher. Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Þjóðverjinn Michael Schumacher ræddi við Fernando Alonso strax eftir tímatökuna og spurði hann hvort Ferrari liðið hefði beðið hann að tefja fyrir sér í tímatökunni á einhvern hátt. "Alonso tafði mig í lokatilraun minni. Ég spurði hann hvort liðið hefði beðið hann að gera slíkt, en hann neitaði því", sagði Schumacher um atvikið. Alonso var að hægja á eftir sinn hraðasta hring í tímatökunni, en Schumacher að taka hressilega á því. "Alonso hafði um annað að hugsa og var kannski ekki að horfa í speglanna. En við ræddum þessi mál sérstaklega á fundi í gær og Alonso var meðal þeirra sem var að spyrjast fyrir um svona mál, því þetta þyrfti að vera í lagi." "Ég ræddi við Charlie Whiting (FIA) því ég vildi vita hvort eitthvað hafi breyst varðandi fyrirkomulagið og hvor reglurnar hafa breyst. Ég þarf að vita hvað er í lagi og hvað ekki. Ef maður er að reyna sitt besta, sem ég er að gera og einhver hægir á þér, þá er það ekki þægileg upplifun", sagði Schumacher.
Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira