Allur viðbúnaður almannavarnakerfisins hefur reynst afar traustur og samvinna verið góð og áreiðanleg á milli allra viðbragðsaðila, segir ríkisstjórn Íslands í sameiginlegri yfirlýsingu í dag.
Þá segir ríkisstjórnin að íbúar svæðisins hafa sýnt aðdáunarverða stillingu sem beri að þakka. Þá sé þáttur vísindamanna í greiningu á framvindu gossins og hlaupsins ómetanlegur við að varpa skýrari sýn á óvissuþætti.
Ríkisstjórnin þakkar lögreglu, Landhelgisgæslu, björgunarsveitum og viðbragðsaðilum fyrir þeirra framlag við að greiða fyrir störfum vísindamanna og almannavarna. Ríkisstjórnin sendir kveðju og þakkir til allra er lagt hafa hönd á plóg við að tryggja öryggi vegna gossins í Eyjafjallajökli.
Viðbúnaður almannavarnakerfisins reynst traustur
Jón Hákon Halldórsson skrifar
