Óttast glæpi en ekki stóra tölvuárás 23. október 2010 06:00 Stela á netinu Þeir sem búa til spilliforrit í dag reyna flestir að græða á þeim peninga, til dæmis með því að stela kortanúmerum, komast inn í heimabanka eða senda ruslpóst, segir Friðrik Skúlason veirusérfræðingur. Nordicphotos/AFP Íslenskum tölvunotendum stafar mun meiri hætta af skipulagðri glæpastarfsemi á netinu en skipulagðri árás sem hefði það að markmiði að setja íslensk fjarskipti á hliðina, að mati sérfræðinga í tölvuöryggismálum. „Líkurnar á því að Ísland verði skotmark eru ekkert voðalega miklar,“ segir Friðrik Skúlason veirusérfræðingur. Á undanförnum árum hefur orðið sú grundvallarbreyting að nær öll spilliforrit á borð við vírusa, orma og trójuhesta eru skrifuð af fólki sem vill nota þau til að græða peninga, segir Friðrik. Því sé afar ólíklegt að Ísland verði skotmark pólitískra tölvuþrjóta sem leggi alla áherslu á að valda hér skaða. Kristinn Guðjónsson, hópstjóri upplýsingaöryggis hjá tölvufyrirtækinu Skyggni, tekur í sama streng, en bendir á að ákveði einhverjir aðilar að gera slíka árás á Íslandi gæti tjónið orðið verulegt. „Glæpastarfsemin er stóra áhættan fyrir okkur,“ segir Kristinn. Hann segir afar erfitt fyrir íslensk fyrirtæki, sem séu lítil á heimsmælikvarða, að verja sig gegn árásum tölvuþrjóta. Vissulega séu til sérfræðingar í þessum málum hér á landi, en þeir séu hver í sínu horni. Kristinn segir flesta sammála um nauðsyn þess að koma upp viðbragðshópi stjórnvalda hér á landi til að bregðast við tölvuárásum. Slíkum hópi mætti líkja við almannavarnir í tölvuheimum, og flest ríki séu nú þegar með slíka hópa starfandi, þar með talið hin Norðurlöndin. Viðbragðsteymin geta aðstoðað fyrirtæki þegar þau verða fyrir tölvuárásum og samhæft aðgerðir með fjarskiptafyrirtækjum og öðrum til að hrinda árásum. Friðrik segist ekki sannfærður um að þörf sé á slíkum viðbragðshópi. Sannarlega geti ekki skaðað að koma slíkum hópi á fót, en hvort það væri peninganna virði sé annað mál. Trúlega sé það svipað og með tryggingar, í sumum tilvikum reynist þær tímasóun en í öðrum nauðsynlegar. Friðrik segir minni líkur á að þörf verði fyrir slíkan hóp hér en í nágrannalöndunum, og á meðan tölvuárásir þar séu ekki vandamál sé ólíklegt að svo verði hér. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Íslenskum tölvunotendum stafar mun meiri hætta af skipulagðri glæpastarfsemi á netinu en skipulagðri árás sem hefði það að markmiði að setja íslensk fjarskipti á hliðina, að mati sérfræðinga í tölvuöryggismálum. „Líkurnar á því að Ísland verði skotmark eru ekkert voðalega miklar,“ segir Friðrik Skúlason veirusérfræðingur. Á undanförnum árum hefur orðið sú grundvallarbreyting að nær öll spilliforrit á borð við vírusa, orma og trójuhesta eru skrifuð af fólki sem vill nota þau til að græða peninga, segir Friðrik. Því sé afar ólíklegt að Ísland verði skotmark pólitískra tölvuþrjóta sem leggi alla áherslu á að valda hér skaða. Kristinn Guðjónsson, hópstjóri upplýsingaöryggis hjá tölvufyrirtækinu Skyggni, tekur í sama streng, en bendir á að ákveði einhverjir aðilar að gera slíka árás á Íslandi gæti tjónið orðið verulegt. „Glæpastarfsemin er stóra áhættan fyrir okkur,“ segir Kristinn. Hann segir afar erfitt fyrir íslensk fyrirtæki, sem séu lítil á heimsmælikvarða, að verja sig gegn árásum tölvuþrjóta. Vissulega séu til sérfræðingar í þessum málum hér á landi, en þeir séu hver í sínu horni. Kristinn segir flesta sammála um nauðsyn þess að koma upp viðbragðshópi stjórnvalda hér á landi til að bregðast við tölvuárásum. Slíkum hópi mætti líkja við almannavarnir í tölvuheimum, og flest ríki séu nú þegar með slíka hópa starfandi, þar með talið hin Norðurlöndin. Viðbragðsteymin geta aðstoðað fyrirtæki þegar þau verða fyrir tölvuárásum og samhæft aðgerðir með fjarskiptafyrirtækjum og öðrum til að hrinda árásum. Friðrik segist ekki sannfærður um að þörf sé á slíkum viðbragðshópi. Sannarlega geti ekki skaðað að koma slíkum hópi á fót, en hvort það væri peninganna virði sé annað mál. Trúlega sé það svipað og með tryggingar, í sumum tilvikum reynist þær tímasóun en í öðrum nauðsynlegar. Friðrik segir minni líkur á að þörf verði fyrir slíkan hóp hér en í nágrannalöndunum, og á meðan tölvuárásir þar séu ekki vandamál sé ólíklegt að svo verði hér. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira