Snyrtifræðingur hélt lífinu í viðskiptavini 16. apríl 2010 03:45 Ester kristinsdóttir Gafst ekki upp og bjargaði lífi viðskiptavinar sem fékk hjartastopp síðastliðinn þriðjudag.Fréttablaðið/Pjetur „Það var eins og hann rankaði við sér öðru hverju en um leið og ég hætti þá datt hann út aftur þannig að ég hélt bara áfram að blása,“ segir Ester Kristinsdóttir snyrtifræðingur, sem á þriðjudag bjargaði lífi manns sem fékk hjartastopp þegar hann var í fótsnyrtingu. Maðurinn, sem er 74 ára gamall Hafnfirðingur og bæði hjartveikur og með sykursýki samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins, er fastur viðskiptavinur á Snyrtistofu Rósu í verslunarmiðstöðinni Firðinum. „Hann sat bara hér í fótsnyrtingu og í fullu fjöri þegar hann virtist syfja. Sú sem var að sinna honum ætlaði að halla honum aftur en í þeirri andrá lognaðist hann út af,“ lýsir Ester. Að sögn Esterar þekkja snyrtifræðingarnir á Rósu vel til mannsins. Hann sé hress og mikill húmoristi en eigi við veikindi að stríða. Þær hafi því strax áttað sig á að staðan væri alvarleg þegar hann hneig í ómegin. „Hann var hættur að anda og orðinn blár. Við hringdum strax í 112 og það var hlaupið hér upp á heilsugæslustöð á þriðju hæð og náð í lækni og hjúkrunarfræðing,“ segir Ester, sem ásamt Helgu Sigurðardóttur, starfssystur sinni, barðist við að halda lífi í manninum þar til önnur hjálp bærist. Sjálf lærði Ester til sjúkraliða á sínum tíma og starfaði lengi í Bláa lóninu þar sem hún sótti skyndihjálparnámskeið. „Það voru eiginlega ósjálfráð viðbrögð að blása. Helga sem var með mér byrjaði að hnoða hann líka með leiðbeiningum frá Neyðarlínunni. Svo kom hjúkrunarfræðingurinn og læknirinn og slógu hann harkalega í hjartastað eins og á að gera og komu honum í gang,“ segir Ester. Veikindi mannsins eru eins og áður segir alvarleg. Hann fékk aftur hjartastopp í gær þar sem hann dvelur enn á spítala að jafna sig. „Stundum er eins og æðri máttarvöld grípi í taumana. Hann vildi vera í tíma hjá okkur klukkan eitt en fékk tíma klukkan tvö. Ef hann hefði fengið fyrri tímann og verið farinn frá okkur þegar þetta gerðist veit enginn hvernig farið hefði,“ segir Kristín Sigurrós Jónasdóttir, eigandi snyrtistofunnar Rósu. gar@frettabladid.is Innlent Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
„Það var eins og hann rankaði við sér öðru hverju en um leið og ég hætti þá datt hann út aftur þannig að ég hélt bara áfram að blása,“ segir Ester Kristinsdóttir snyrtifræðingur, sem á þriðjudag bjargaði lífi manns sem fékk hjartastopp þegar hann var í fótsnyrtingu. Maðurinn, sem er 74 ára gamall Hafnfirðingur og bæði hjartveikur og með sykursýki samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins, er fastur viðskiptavinur á Snyrtistofu Rósu í verslunarmiðstöðinni Firðinum. „Hann sat bara hér í fótsnyrtingu og í fullu fjöri þegar hann virtist syfja. Sú sem var að sinna honum ætlaði að halla honum aftur en í þeirri andrá lognaðist hann út af,“ lýsir Ester. Að sögn Esterar þekkja snyrtifræðingarnir á Rósu vel til mannsins. Hann sé hress og mikill húmoristi en eigi við veikindi að stríða. Þær hafi því strax áttað sig á að staðan væri alvarleg þegar hann hneig í ómegin. „Hann var hættur að anda og orðinn blár. Við hringdum strax í 112 og það var hlaupið hér upp á heilsugæslustöð á þriðju hæð og náð í lækni og hjúkrunarfræðing,“ segir Ester, sem ásamt Helgu Sigurðardóttur, starfssystur sinni, barðist við að halda lífi í manninum þar til önnur hjálp bærist. Sjálf lærði Ester til sjúkraliða á sínum tíma og starfaði lengi í Bláa lóninu þar sem hún sótti skyndihjálparnámskeið. „Það voru eiginlega ósjálfráð viðbrögð að blása. Helga sem var með mér byrjaði að hnoða hann líka með leiðbeiningum frá Neyðarlínunni. Svo kom hjúkrunarfræðingurinn og læknirinn og slógu hann harkalega í hjartastað eins og á að gera og komu honum í gang,“ segir Ester. Veikindi mannsins eru eins og áður segir alvarleg. Hann fékk aftur hjartastopp í gær þar sem hann dvelur enn á spítala að jafna sig. „Stundum er eins og æðri máttarvöld grípi í taumana. Hann vildi vera í tíma hjá okkur klukkan eitt en fékk tíma klukkan tvö. Ef hann hefði fengið fyrri tímann og verið farinn frá okkur þegar þetta gerðist veit enginn hvernig farið hefði,“ segir Kristín Sigurrós Jónasdóttir, eigandi snyrtistofunnar Rósu. gar@frettabladid.is
Innlent Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira