Maður á fertugsaldri í varðhaldi Breki Logason skrifar 12. október 2010 12:04 Maðurinn sem hnepptur var í varðhald er sagður hafa tengsl við Steingrím Þór. Þrjátíu og sex ára gamall karlmaður var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við umfangsmikið fjársvikamál sem nú er til rannsóknar hjá lögreglu. Hann hefur tengsl við höfuðpaurinn í málinu sem handtekinn var í Venesúela í lok september. Alls hafa átta manns verið handteknir í tengslum við málið. Málið snýst um svik á virðisaukaskatti, en talið er að 270 milljónir króna, hafi verið sviknar út úr starfsemi tveggja fyrirtækja sem stofnuð voru gagngert til svikanna. Um miðjan september voru fjórir karlmenn og tvær konur handteknar í tengslum við málið, en einn þeirra var starfsmaður Ríkisskattstjóra. Fljótlega beindist grunur að manni sem talinn er vera höfuðpaur í málinu, en hann hafði farið úr landi skömmu áður en málið kom upp. Maðurinn sem heitir, Steingrímur Þór Ólafsson, var eftirlýstur á Schengen svæðinu en hann var handtekinn á flugvelli í Venesúela í lok september. Lögregla bíður nú eftir að hann verði framseldur til Íslands. Einum sexmenninganna sem handteknir voru í upphafi var sleppt í síðustu viku áður en gæsluvarðhald yfir honum rann út. Á heimili hans fundust um ellefu kíló af hassi, sem talin eru tengjast málinu. Í gær var síðan annar maður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Sá er fæddur árið 1974 og hefur samkvæmt heimildum fréttastofu tengsl við Steingrím sem handtekinn var í Venesúela. Hann var nokkuð umsvifamikill veitingamaður hér á landi fyrir skömmu og hefur áður komið við sögu lögreglu vegna fíkniefnamála. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag, en gæsluvarðhald yfir þeim fimm sem setið hafa í varðhaldi vegna málsins rennur út á morgun. VSK-málið Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Þrjátíu og sex ára gamall karlmaður var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við umfangsmikið fjársvikamál sem nú er til rannsóknar hjá lögreglu. Hann hefur tengsl við höfuðpaurinn í málinu sem handtekinn var í Venesúela í lok september. Alls hafa átta manns verið handteknir í tengslum við málið. Málið snýst um svik á virðisaukaskatti, en talið er að 270 milljónir króna, hafi verið sviknar út úr starfsemi tveggja fyrirtækja sem stofnuð voru gagngert til svikanna. Um miðjan september voru fjórir karlmenn og tvær konur handteknar í tengslum við málið, en einn þeirra var starfsmaður Ríkisskattstjóra. Fljótlega beindist grunur að manni sem talinn er vera höfuðpaur í málinu, en hann hafði farið úr landi skömmu áður en málið kom upp. Maðurinn sem heitir, Steingrímur Þór Ólafsson, var eftirlýstur á Schengen svæðinu en hann var handtekinn á flugvelli í Venesúela í lok september. Lögregla bíður nú eftir að hann verði framseldur til Íslands. Einum sexmenninganna sem handteknir voru í upphafi var sleppt í síðustu viku áður en gæsluvarðhald yfir honum rann út. Á heimili hans fundust um ellefu kíló af hassi, sem talin eru tengjast málinu. Í gær var síðan annar maður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Sá er fæddur árið 1974 og hefur samkvæmt heimildum fréttastofu tengsl við Steingrím sem handtekinn var í Venesúela. Hann var nokkuð umsvifamikill veitingamaður hér á landi fyrir skömmu og hefur áður komið við sögu lögreglu vegna fíkniefnamála. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag, en gæsluvarðhald yfir þeim fimm sem setið hafa í varðhaldi vegna málsins rennur út á morgun.
VSK-málið Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira