Leikmenn NBA-liðsins Dallas Mavericks virðast ekki eiga mikla framtíð fyrir sér sem söngvarar ef mið er tekið af frammistöðu þeirra í jólamyndbandi félagsins.
Þar taka þeir hinn klassíska slagara "Grandma got run over by a reindeer" og hreinlega slátra honum.
Fáir eru þó slakari en Dirk Nowitzki sem mætir til leiks með hreindýrahorn á hausnum og jólaseríu um hálsinn. Hann gerir meðal annars smá tilraun til þess að rappa lagið.
Þessa arfaslöku söngtilraun leikmanna Dallas má sjá hér að ofan.