
Krabbamein hjá körlum
Stór hluti karla læknast af sínum meinum og horfurnar hafa stöðugt batnað frá því að krabbameinsskráning hófst á landinu, eins og sést á mynd 2. Síðustu árin er fimm ára lifun miðað við jafnaldra orðin yfir 60% og lifunin er enn betri hjá konum. Þessa mynd og fleiri upplýsingar er að finna á heimasíðu Krabbameinsskrár Íslands (www.krabbameinsskra.is) og á heimasíðu Krabbameinsfélagsins (www.krabb.is).
Krabbamein í eistum eru sérstök að því leyti að þau eru mun tíðari hjá ungum körlum en þeim sem eldri eru, og er mikilvægt að bregðast fljótt við einkennum því þá er árangur meðferðar mjög góður. Árlega greinast um tíu karlar með þetta mein á Íslandi.
Blöðruhálskirtilskrabbamein eru tæpur þriðjungur allra krabbameina hjá körlum. Árlega greinast nú um 220 karlar, en nýgengið hefur sexfaldast síðustu 50 árin. Dánartíðnin hefur hins vegar aðeins tvöfaldast á sama tímabili og horfur sjúklinga hafa því batnað mikið. Fimm ára lífshorfur þeirra sem greinast eru í heildina góðar, eða yfir 80% af því sem búast má við meðal jafnaldra. Horfurnar eru bestar hjá þeim sjúklingum sem greinast með meinið á fyrstu stigum, þ.e. áður en meinið hefur náð að dreifa sér, eins og gildir almennt um krabbamein. Meðalaldur við greiningu krabbameins í blöðruhálskirtli er rúmlega 70 ár og nú eru á lífi yfir 1.650 karlar sem hafa greinst með þetta mein.
Þótt nýgengi lungnakrabbameina hjá körlum sé talsvert lægra en nýgengi krabbameina í blöðruhálskirtli er dánartíðnin hærri. Árlega greinast um 77 karlar og 64 deyja af völdum sjúkdómsins. Lungnakrabbamein eru í hópi örfárra krabbameina þar sem meginorsök er þekkt, en 80-90% þeirra orsakast af tóbaksreykingum. Lungnakrabbamein eru algengasta dánarorsök af völdum krabbameina meðal vestrænna þjóða. Fram til um 1980 var mikil og stöðug aukning á nýgengi og dánartíðni á Íslandi, en þá stöðvaðist hún vegna hins merka árangurs tóbaksvarna og síðustu árin hefur tíðnin farið lækkandi.
Krabbamein í ristli og endaþarmi eru rúm 10% illkynja æxla á Íslandi. Þau eru meðal tíðustu krabbameina sem greinast hjá vestrænum þjóðum og eru algeng dánarorsök af völdum krabbameins. Þau eru heldur algengari hjá körlum en konum, en á árunum 2004-2008 greindust að meðaltali 75 karlar og 62 konur á ári. Þrátt fyrir vaxandi nýgengi síðustu áratugina hefur dánartíðni af völdum sjúkdómsins heldur lækkað. Fyrst og fremst er það talið stafa af því að nú orðið greinist sjúkdómurinn fyrr en áður.
Margt bendir til þess að krabbamein hjá körlum séu oft lengra gengin en hjá konum þegar þau greinast. Því er mikilvægt að karlar dragi ekki að fara til læknis ef þeir finna eða sjá einkenni sem gætu bent til þess að krabbamein væru í uppsiglingu. Dæmi um góðan árangur slíkrar árvekni er lækkandi dánartíðni vegna sortuæxla hjá yngra fólki, sem er duglegt að láta fylgjast með breytingum á fæðingarblettum.
Það má sjá að við erum á réttri braut því dánartíðni af völdum krabbameina hefur farið lækkandi hjá körlum jafnt og hjá konum, og horfur hafa stöðugt batnað. Þennan góða árangur má eflaust bæði rekja til þeirra framfara sem orðið hafa í meðferð sjúklinga, til betri greiningarmöguleika og til aukinna forvarna gegn krabbameinum á ýmsum sviðum. Má þar nefna að mjög hefur dregið úr reykingum, heldur hefur dregið úr notkun ljósabekkja, fleiri stunda líkamsrækt, jákvæðar breytingar hafa orðið á mataræði með aukinni neyslu ávaxta og grænmetis og að svo virðist sem árvekni hafi aukist gagnvart einkennum eða merkjum um fyrstu stig krabbameins.
Höfundur er framkvæmdastjóra Krabbameinsskrár.
Skoðun

Engin sátt án sannmælis
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Að finna rétt veiðigjald...
Bolli Héðinsson skrifar

Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti?
Carmen Maja Valencia skrifar

Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt?
Davíð Bergmann skrifar

Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Og hvað svo?
Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar

Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu
Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Sannleikurinn í tengdamömmumálinu
Ólöf Björnsdóttir skrifar

Hann breytti öllu – og gerði það með háði
Jónas Sen skrifar

Ekki fylla höfnina af grjóti
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Lengri útivistartími barna
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það?
Ingibjörg Isaksen skrifar

Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Flugan í ídýfunni
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar

Að mennta til lífs, ekki prófa
Sandra Sigurðardóttir skrifar

Það er kominn tími til...
Birgir Rúnar Davíðsson skrifar

Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Er píptest rót alls ills?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vertu bandamaður kæri bróðir!
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Frá frammistöðuvæðingu til farsældar
Helga Þórey Júlíudóttir skrifar

Ísland á að verja með íslenskum lögum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði
Logi Einarsson skrifar

Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna
Bjarni Jónsson skrifar

Göngum í takt
skrifar

Hverju lofar þú?
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar

Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar
Svava Þ. Hjaltalín skrifar

Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar?
Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar