Umfjöllun: Sigurbergur skaut Gróttu í kaf Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 7. mars 2010 17:34 Sigurbergur var í banastuði í dag. Mynd/Valli Í dag fór fram einn leikur í N1-deild karla í handbolta. Grótta fékk meistara Hauka í heimsókn á Seltjarnarnesið. Leiknum lauk með, 22-26, sigri Haukamanna en Gróttu-liðið var vel og lengi með yfirhöndina í leiknum. Þeir fóru þó illa að ráði sínu og misstu menn klaufalega útaf undir lok leiksins og það varð þeim að falli. Leikmenn mættu klárir í slaginn í dag með motturnar sínar en greinilegt var að nokkrir leikmenn taka þátt í "Karlmenn og krabbamein" því nokkrir leikmenn skörtuðu þessum líka glæsilegu mottum. Leikurinn fór rólega af stað en heimamenn létu strax vita að þeir ætluðu að láta Haukaliðið hafa fyrir hlutunum. Það var mikil stemning í Gróttu-liðinu en þeir leiddu leikinn fyrstu tíu mínúturnar. Sigurbergur Sveinsson vaknaði svo í sókninni hjá Haukum og liðið fór að spila fínan sóknarbolta. Birkir Ívar Guðmundsson var að verja mjög vel í markinu og var með 11 skot varin í fyrri hálfleik. Eftir að gestirnir komust yfir þá náðu þeir þriggja marka forystu og útlit fyrir að þeir myndu bara sigla fram úr heimamönnum. En svo var ekki, Gróttu-liðið kom brjálað til baka og jafnaði leikinn. Haukar misstu svo tvo leikmenn útaf og voru því tveimur færri undir lok fyrri hálfleiks. Heimamenn gengu á lagið, nýttu sér liðsmuninn vel og skoruðu tvö mikilvæg mörk áður en blásið var til leikhlés. Atli Rúnar Steinþórsson, leikmaður Gróttu, fór á kostum á línunni með fimm mörk og stemningin á Nesinu frábær. Staðan í hálfleik, 11-9, Gróttu í vil. Gróttu-liðið kom enn sterkara til leiks í síðari hálfleik og voru til alls líklegir. Þeir komust þremur mörkum yfir og spiluðu flotta vörn. Það var svo komið að Sigurbergi Sveinssyni sem lét vita af því að hann ætlaði liði sínu öll stigin úr þessum leik. Hann skoraði sex mörk í röð og öll skot hans enduðu í netinu á þessum tímapunkti. Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Hauka, var frábær og varði hvað eftir annað með tilþrifum. Leikurinn var mjög spennnandi allan síðari hálfleik en heimamenn brenndu sig á því að missa menn út af fyrir klaufaskap og má segja að það hafi kostað þá sigurinn í leiknum. Haukamenn silgdu fram úr þeim síðustu fimm mínúturnar og leiknum lauk með, 22-26, sigri gestanna. Birkir Ívar Guðmundsson var frábær í markinu hjá Haukum með 23 varin skot. Í sókninni fór Sigurbergur Sveinsson fyrir sínum mönnum og skoraði 11 mörk. Þeir félagar voru lykilinn að þessum sigri Hauka í dag. Grótta-Haukar 22-26 (11-9) Mörk Gróttu (skot): Atli Rúnar Steinþórsson 6 (6), Jón Karl Björnsson 5/4 (8/4), Hjalti Þór Pálmason 5 (10), Anton Rúnarsson 2 (9), Ægir Hrafn Jónsson 1 (1), Davíð Örn Hlöðversson 1 (2), Arnar Freyr Theódórsson 1 (6), Davíð Benedikt Gíslason 1 (6). Varin skot: Gísli Guðmundsson 15 skot varin. 37%. Hraðaupphlaup: 2 (Anton, Hjalti) Fiskuð víti: 5 (Atli 2, Arnar, Davíð) Utan vallar: 12 mín. Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 11/5 (16/5), Elías Már Halldórsson 7 (10), Jónatan Ingi Jónsson 3 (4), Tjörvi Þorgeirsson 3 (5), Freyr Brynjarsson 1 (3). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 23 skot varin. 51%. Hraðaupphlaup: 5 (Elías 4, Freyr) Fiskuð víti: 5 (Sigurbergur, Tjörvi, Jónatan, Heimir, Einar) Utan vallar: 10 mín. Olís-deild karla Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Leik lokið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
Í dag fór fram einn leikur í N1-deild karla í handbolta. Grótta fékk meistara Hauka í heimsókn á Seltjarnarnesið. Leiknum lauk með, 22-26, sigri Haukamanna en Gróttu-liðið var vel og lengi með yfirhöndina í leiknum. Þeir fóru þó illa að ráði sínu og misstu menn klaufalega útaf undir lok leiksins og það varð þeim að falli. Leikmenn mættu klárir í slaginn í dag með motturnar sínar en greinilegt var að nokkrir leikmenn taka þátt í "Karlmenn og krabbamein" því nokkrir leikmenn skörtuðu þessum líka glæsilegu mottum. Leikurinn fór rólega af stað en heimamenn létu strax vita að þeir ætluðu að láta Haukaliðið hafa fyrir hlutunum. Það var mikil stemning í Gróttu-liðinu en þeir leiddu leikinn fyrstu tíu mínúturnar. Sigurbergur Sveinsson vaknaði svo í sókninni hjá Haukum og liðið fór að spila fínan sóknarbolta. Birkir Ívar Guðmundsson var að verja mjög vel í markinu og var með 11 skot varin í fyrri hálfleik. Eftir að gestirnir komust yfir þá náðu þeir þriggja marka forystu og útlit fyrir að þeir myndu bara sigla fram úr heimamönnum. En svo var ekki, Gróttu-liðið kom brjálað til baka og jafnaði leikinn. Haukar misstu svo tvo leikmenn útaf og voru því tveimur færri undir lok fyrri hálfleiks. Heimamenn gengu á lagið, nýttu sér liðsmuninn vel og skoruðu tvö mikilvæg mörk áður en blásið var til leikhlés. Atli Rúnar Steinþórsson, leikmaður Gróttu, fór á kostum á línunni með fimm mörk og stemningin á Nesinu frábær. Staðan í hálfleik, 11-9, Gróttu í vil. Gróttu-liðið kom enn sterkara til leiks í síðari hálfleik og voru til alls líklegir. Þeir komust þremur mörkum yfir og spiluðu flotta vörn. Það var svo komið að Sigurbergi Sveinssyni sem lét vita af því að hann ætlaði liði sínu öll stigin úr þessum leik. Hann skoraði sex mörk í röð og öll skot hans enduðu í netinu á þessum tímapunkti. Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Hauka, var frábær og varði hvað eftir annað með tilþrifum. Leikurinn var mjög spennnandi allan síðari hálfleik en heimamenn brenndu sig á því að missa menn út af fyrir klaufaskap og má segja að það hafi kostað þá sigurinn í leiknum. Haukamenn silgdu fram úr þeim síðustu fimm mínúturnar og leiknum lauk með, 22-26, sigri gestanna. Birkir Ívar Guðmundsson var frábær í markinu hjá Haukum með 23 varin skot. Í sókninni fór Sigurbergur Sveinsson fyrir sínum mönnum og skoraði 11 mörk. Þeir félagar voru lykilinn að þessum sigri Hauka í dag. Grótta-Haukar 22-26 (11-9) Mörk Gróttu (skot): Atli Rúnar Steinþórsson 6 (6), Jón Karl Björnsson 5/4 (8/4), Hjalti Þór Pálmason 5 (10), Anton Rúnarsson 2 (9), Ægir Hrafn Jónsson 1 (1), Davíð Örn Hlöðversson 1 (2), Arnar Freyr Theódórsson 1 (6), Davíð Benedikt Gíslason 1 (6). Varin skot: Gísli Guðmundsson 15 skot varin. 37%. Hraðaupphlaup: 2 (Anton, Hjalti) Fiskuð víti: 5 (Atli 2, Arnar, Davíð) Utan vallar: 12 mín. Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 11/5 (16/5), Elías Már Halldórsson 7 (10), Jónatan Ingi Jónsson 3 (4), Tjörvi Þorgeirsson 3 (5), Freyr Brynjarsson 1 (3). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 23 skot varin. 51%. Hraðaupphlaup: 5 (Elías 4, Freyr) Fiskuð víti: 5 (Sigurbergur, Tjörvi, Jónatan, Heimir, Einar) Utan vallar: 10 mín.
Olís-deild karla Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Leik lokið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira