Hæstiréttur hefur staðfest fjögurra vikna gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, 23 ára, sem grunaður er um að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana á heimili hans aðfaranótt 15.ágúst síðastliðinn.
Héraðsdómur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 24.september á föstudag, en verjandi mannsins kærði þann úrskurð til Hæstaréttar, sem hefur nú staðfest úrskurð Héraðsdóms.
Rannsókn er enn í fullum gangi, en maðurinn hefur ekki verið yfirheyrður frá því að hann var handtekinn á föstudag, reiknað er með að yfirheyrslur fari fram í vikunni.