KR bikarmeistari eftir 20 ára bið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. febrúar 2011 17:57 Mynd/Daníel KR varð í dag bikarmeistari í körfubolta karla í fyrsta sinn í 20 ár eftir sigur á Grindavík, 94-72, í úrslitaleik Powerade-bikarkeppninnar. Eftir gríðarlegan jafnan og spennandi fyrri hálfleik sigu KR-ingar fram úr í þeim síðari, fyrst og fremst með góðri skotnýtingu og öflugum varnarleik. Grindavík náði sér aldrei á strik í síðari hálfleik og var sigur KR-inga í lítilli hættu. Pavel Ermolinskij fór mikinn fyrir KR og náði þrefaldri tvennu. Brynjar Þór Björnsson var þó stigahæstur með 23 stig en hann fór á kostum fyrir utan þriggja stiga línuna í seinni hálfleik. Hjá Grindavík skoraði Kevin Sims átján stig og Ólafur Ólafsson sautján. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi en alls skiptust liðin ellefu sinnum á því að vera í forystu. Erlendur leikmennirnir skoruðu fyrstu sautján stig Grindavíkur í leiknum en þá skoraði Ólafur Ólafsson þrist og kom Grindavík yfir, 20-17. KR-ingar létu þetta ekki slá sig út af laginu og fór þar Pavel Ermolinskij fremstur í flokki en alls skoraði hann tólf stig í fyrri hálfleiknum. Staðan í hálfleik var 40-39, KR í vil, en þeir Ryan Pettinella, Kevin Sims og Ólafur Ólafsson fóru fyrir sóknarleik Grindvíkinga. Ómar Örn Sævarsson átti einnig góða innkomu og hirti nokkur góð fráköst - alls sex í fyrri hálfleik. Í þriðja leikhluta fór fyrsta að skilja á milli liðanna og var því fyrst og fremst að þakka að KR-ingar settu niður þrjár þriggja stiga körfur með stuttu millibili. Fyrst Skarphéðinn Ingason en svo kom Brynjar Þór Björnsson með tvo og var munurinn þar með orðinn tólf stig. Grindvíkingar voru að koma sér í ágæt færi inn á milli en skotnýting þeirra var ekki upp á sitt besta. Munurinn því tólf stig, 65-53, þegar þriðji leikhluti hófst og Pavel byrjaði þann fjórða á því að setja niður einn þrist til viðbótar og auka muninn í fimmtán stig. KR-ingar voru grimmir, bæði í vörn og sókn, og hleyptu Grindvíkingum aldrei nálægt sér eftir þetta. Brynjar Þór setti niður enn einn þristinn og jók muninn í nítján stig, 78-59, þegar um sex mínútur voru eftir. Það að féll flest með KR-ingum í síðari hálfleik en að sama skapi gekk lítið upp hjá þeim gulklæddu. Þeir hittu illa og áttu í erfiðleikum með sóknarleik KR-inga. Pavel átti enn einn stórleikinn fyrir KR-inga og náði þrefaldri tvennu í leiknum. Hann skoraði 21 stig, tók ellefu fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Brynjar Þór var drjúgur sem fyrr segir og þeir Marcus Walker, Fannar Ólafur og Hreggviður Magnússon skiluðu einnig sínu ásamt fleirum. Fannar fékk reyndar sína fimmtu villu í leiknum þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Eins og tölurnar bera með sér gekk fátt upp hjá Grindavík í síðari hálfleik og engum sem tókst að drífa liðið áfram þegar mest þurfti á að halda.KR: Brynjar Þór Björnsson 23/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 21/11 fráköst/11 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 13/4 fráköst, Fannar Ólafsson 11/6 fráköst, Marcus Walker 9/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 8/6 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 5/6 fráköst, Ágúst Angantýsson 3, Ólafur Már Ægisson 1.Grindavík: Kevin Sims 18/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 17/9 fráköst, Ryan Pettinella 12/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 10/7 fráköst/3 varin skot, Páll Axel Vilbergsson 8/5 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Helgi Björn Einarsson 2, Mladen Soskic 2/4 fráköst.. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Dagskráin: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
KR varð í dag bikarmeistari í körfubolta karla í fyrsta sinn í 20 ár eftir sigur á Grindavík, 94-72, í úrslitaleik Powerade-bikarkeppninnar. Eftir gríðarlegan jafnan og spennandi fyrri hálfleik sigu KR-ingar fram úr í þeim síðari, fyrst og fremst með góðri skotnýtingu og öflugum varnarleik. Grindavík náði sér aldrei á strik í síðari hálfleik og var sigur KR-inga í lítilli hættu. Pavel Ermolinskij fór mikinn fyrir KR og náði þrefaldri tvennu. Brynjar Þór Björnsson var þó stigahæstur með 23 stig en hann fór á kostum fyrir utan þriggja stiga línuna í seinni hálfleik. Hjá Grindavík skoraði Kevin Sims átján stig og Ólafur Ólafsson sautján. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi en alls skiptust liðin ellefu sinnum á því að vera í forystu. Erlendur leikmennirnir skoruðu fyrstu sautján stig Grindavíkur í leiknum en þá skoraði Ólafur Ólafsson þrist og kom Grindavík yfir, 20-17. KR-ingar létu þetta ekki slá sig út af laginu og fór þar Pavel Ermolinskij fremstur í flokki en alls skoraði hann tólf stig í fyrri hálfleiknum. Staðan í hálfleik var 40-39, KR í vil, en þeir Ryan Pettinella, Kevin Sims og Ólafur Ólafsson fóru fyrir sóknarleik Grindvíkinga. Ómar Örn Sævarsson átti einnig góða innkomu og hirti nokkur góð fráköst - alls sex í fyrri hálfleik. Í þriðja leikhluta fór fyrsta að skilja á milli liðanna og var því fyrst og fremst að þakka að KR-ingar settu niður þrjár þriggja stiga körfur með stuttu millibili. Fyrst Skarphéðinn Ingason en svo kom Brynjar Þór Björnsson með tvo og var munurinn þar með orðinn tólf stig. Grindvíkingar voru að koma sér í ágæt færi inn á milli en skotnýting þeirra var ekki upp á sitt besta. Munurinn því tólf stig, 65-53, þegar þriðji leikhluti hófst og Pavel byrjaði þann fjórða á því að setja niður einn þrist til viðbótar og auka muninn í fimmtán stig. KR-ingar voru grimmir, bæði í vörn og sókn, og hleyptu Grindvíkingum aldrei nálægt sér eftir þetta. Brynjar Þór setti niður enn einn þristinn og jók muninn í nítján stig, 78-59, þegar um sex mínútur voru eftir. Það að féll flest með KR-ingum í síðari hálfleik en að sama skapi gekk lítið upp hjá þeim gulklæddu. Þeir hittu illa og áttu í erfiðleikum með sóknarleik KR-inga. Pavel átti enn einn stórleikinn fyrir KR-inga og náði þrefaldri tvennu í leiknum. Hann skoraði 21 stig, tók ellefu fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Brynjar Þór var drjúgur sem fyrr segir og þeir Marcus Walker, Fannar Ólafur og Hreggviður Magnússon skiluðu einnig sínu ásamt fleirum. Fannar fékk reyndar sína fimmtu villu í leiknum þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Eins og tölurnar bera með sér gekk fátt upp hjá Grindavík í síðari hálfleik og engum sem tókst að drífa liðið áfram þegar mest þurfti á að halda.KR: Brynjar Þór Björnsson 23/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 21/11 fráköst/11 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 13/4 fráköst, Fannar Ólafsson 11/6 fráköst, Marcus Walker 9/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 8/6 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 5/6 fráköst, Ágúst Angantýsson 3, Ólafur Már Ægisson 1.Grindavík: Kevin Sims 18/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 17/9 fráköst, Ryan Pettinella 12/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 10/7 fráköst/3 varin skot, Páll Axel Vilbergsson 8/5 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Helgi Björn Einarsson 2, Mladen Soskic 2/4 fráköst..
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Dagskráin: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum