Níu þristar Magnúsar ekki nóg - Njarðvík vann Keflavík í framlengingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2011 21:07 Guðmundur Jónsson lék vel í kvöld. Njarðvík vann 104-102 sigur á nágrönnum sínum í Keflavík eftir framlengdan leik í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Magnús Þór Gunnarsson hjá Keflavík skoraði níu þriggja stiga körfur í leiknum á móti sínum gömlu félögum en það dugði ekki til og heimamenn unnu seiglusigur eftir að hafa verið undir stóran hluta leiksins. Giordan Watson, nýi bandaríski bakvörður Njarðvíkinga, skoraði 40 stig í sínum fyrsta leik með liðinu og var stigahæstur. Guðmundur Jónsson skoraði 24 stig. Magnús Þór Gunnarsson fór á kostum á móti sínum gömlu félögum og skoraði 30 stig en hann setti niður 9 af 14 þriggja stiga skotum sínum. Hörður Axel Vilghjálmsson var með 22 stig og Andrija Ciric skoraði 17 stig. Keflvíkingar byrjuðu leikinn mun betur, komust í 5-0 og 15-7 og voru 21-9 yfir þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af fyrsta leikhlutanum. Guðmundur Jónsson fór þá í gang og skoraði þrjá þrista á stuttum tíma og Njarðvík var búið að minnka muninn í 21-23 áður en leikhlutinn var úti. Keflvík skoraði fimm fyrstu stig annars leikhluta og komst yfir í 28-21 en tveir þristar í röð frá nýja bandaríska bakverðinum, Giordan Watson, kom muninum niður í eitt stig. Leikurinn var síðan jafn fram að hálfleik þar sem liðin skiptust nokkrum sinnum á því að hafa forystu en staðan í hálfleik var 45-43 fyrir Keflavík. Magnús Þór Gunnarsson hóf seinni hálfleikinn á því að skora þrist og koma Keflavík í 48-43 en Njarðvíkingar komu strax til baka og jöfnuðu leikinn í 48-48. Liðin skiptustu síðan á því að hafa forystu í þriðja leikhlutanum en Keflavík var sterkari í lok hans og komst fimm stigum yfir, 75-70, fyrir lokaleikhlutann. Keflavík var skrefinu á undan í fjórða leikhluta en tókst þó aldrei að slíta sig almennilega frá Njarðvíkingum sem komu til baka í lokin og lokamínúturnar voru síðan æsispennandi. Magnús setti niður sinn sjöunda þrist og kom Keflavík í 88-82 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en Njarðvíkingar skoruðu í framhaldinu sjö stig í röð og komust yfir í 89-88. Áttundi þristur Magnúsar kom Keflavík í 91-89 en Watson jafnaði leikinn jafnharðan. Andrija Ciric skoraði úr tveimur vítum fyrir Keflavík og kom þeim yfir í 93-91 þegar 48 sekúndur voru eftir. Watson jafnaði aftur í 93-93 þegar 37 sekúndur voru eftir. Það urðu lokastigin í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Keflavík skoraði fimm fyrstu stig framlengingarinnar og komst í 98-93 en Njarðvík náði að jafna á ný í 99-99. Keflavík komst í 102-99 en Njarðvík skoraði fimm síðustu stig leiksins og tryggði sér mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Njarðvík-Keflavík 104-102 (21-23, 22-22, 27-30, 23-18, 11-9)Stig Njarðvíkur: Giordan Watson 40/4 fráköst/5 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 24/8 fráköst, Nenad Tomasevic 13, Jóhann Árni Ólafsson 8, Hjörtur Hrafn Einarsson 8, Páll Kristinsson 4, Rúnar Ingi Erlingsson 3, Egill Jónasson 2, Friðrik E. Stefánsson 2/12 fráköst.Stig Keflavíkur: Magnús Þór Gunnarsson 30, Hörður Axel Vilhjálmsson 22/7 fráköst/6 stoðsendingar, Andrija Ciric 17/7 fráköst, Thomas Sanders 15/11 fráköst/8 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 7/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 6/5 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 4, Halldór Örn Halldórsson 1. Dominos-deild karla Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
Njarðvík vann 104-102 sigur á nágrönnum sínum í Keflavík eftir framlengdan leik í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Magnús Þór Gunnarsson hjá Keflavík skoraði níu þriggja stiga körfur í leiknum á móti sínum gömlu félögum en það dugði ekki til og heimamenn unnu seiglusigur eftir að hafa verið undir stóran hluta leiksins. Giordan Watson, nýi bandaríski bakvörður Njarðvíkinga, skoraði 40 stig í sínum fyrsta leik með liðinu og var stigahæstur. Guðmundur Jónsson skoraði 24 stig. Magnús Þór Gunnarsson fór á kostum á móti sínum gömlu félögum og skoraði 30 stig en hann setti niður 9 af 14 þriggja stiga skotum sínum. Hörður Axel Vilghjálmsson var með 22 stig og Andrija Ciric skoraði 17 stig. Keflvíkingar byrjuðu leikinn mun betur, komust í 5-0 og 15-7 og voru 21-9 yfir þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af fyrsta leikhlutanum. Guðmundur Jónsson fór þá í gang og skoraði þrjá þrista á stuttum tíma og Njarðvík var búið að minnka muninn í 21-23 áður en leikhlutinn var úti. Keflvík skoraði fimm fyrstu stig annars leikhluta og komst yfir í 28-21 en tveir þristar í röð frá nýja bandaríska bakverðinum, Giordan Watson, kom muninum niður í eitt stig. Leikurinn var síðan jafn fram að hálfleik þar sem liðin skiptust nokkrum sinnum á því að hafa forystu en staðan í hálfleik var 45-43 fyrir Keflavík. Magnús Þór Gunnarsson hóf seinni hálfleikinn á því að skora þrist og koma Keflavík í 48-43 en Njarðvíkingar komu strax til baka og jöfnuðu leikinn í 48-48. Liðin skiptustu síðan á því að hafa forystu í þriðja leikhlutanum en Keflavík var sterkari í lok hans og komst fimm stigum yfir, 75-70, fyrir lokaleikhlutann. Keflavík var skrefinu á undan í fjórða leikhluta en tókst þó aldrei að slíta sig almennilega frá Njarðvíkingum sem komu til baka í lokin og lokamínúturnar voru síðan æsispennandi. Magnús setti niður sinn sjöunda þrist og kom Keflavík í 88-82 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en Njarðvíkingar skoruðu í framhaldinu sjö stig í röð og komust yfir í 89-88. Áttundi þristur Magnúsar kom Keflavík í 91-89 en Watson jafnaði leikinn jafnharðan. Andrija Ciric skoraði úr tveimur vítum fyrir Keflavík og kom þeim yfir í 93-91 þegar 48 sekúndur voru eftir. Watson jafnaði aftur í 93-93 þegar 37 sekúndur voru eftir. Það urðu lokastigin í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Keflavík skoraði fimm fyrstu stig framlengingarinnar og komst í 98-93 en Njarðvík náði að jafna á ný í 99-99. Keflavík komst í 102-99 en Njarðvík skoraði fimm síðustu stig leiksins og tryggði sér mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Njarðvík-Keflavík 104-102 (21-23, 22-22, 27-30, 23-18, 11-9)Stig Njarðvíkur: Giordan Watson 40/4 fráköst/5 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 24/8 fráköst, Nenad Tomasevic 13, Jóhann Árni Ólafsson 8, Hjörtur Hrafn Einarsson 8, Páll Kristinsson 4, Rúnar Ingi Erlingsson 3, Egill Jónasson 2, Friðrik E. Stefánsson 2/12 fráköst.Stig Keflavíkur: Magnús Þór Gunnarsson 30, Hörður Axel Vilhjálmsson 22/7 fráköst/6 stoðsendingar, Andrija Ciric 17/7 fráköst, Thomas Sanders 15/11 fráköst/8 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 7/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 6/5 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 4, Halldór Örn Halldórsson 1.
Dominos-deild karla Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira