Sanngjarna umfjöllun um Icesave Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 25. febrúar 2011 05:45 orseti Íslands mat það svo að þjóðin ætti að fá að segja álit sitt á því hvort hún vildi taka að sér að greiða skuldir þeirra fjárglæframanna sem stofnuðu til Icesave-reikninganna. Enginn hefur sýnt fram á að henni beri að gera slíkt skv. lögum. Ekki er deilt um að sá samningur sem nú er á borðinu er 400–500 milljörðum skárri en sá sem ríkisstjórnarflokkarnir vildu fyrst að þjóðin greiddi. Stjórnarandstaðan, forsetinn og þjóðin með undirskriftarsöfnun sinni eiga heiðurinn af þessum bata. Áhætta af nýjum samningi er enn til staðar þótt hún sé minni. Gallinn er sá að við vitum ekki hver hún er, nema að áhættan fer líklega ekki yfir 230 milljarða. Fyrir 230 milljarða má reyndar gera ýmislegt. Áhætta af dómsmáli er vissulega nokkur og óvissan er því einnig til staðar þar. Telja verður litlar líkur á að Bretar og Hollendingar muni höfða mál; fremur muni þeir láta reyna á málið fyrir EFTA-dómstólnum, sem þá gæfi álit um það hvort Íslendingar hefðu gerst brotlegir við þær tilskipanir sem Evrópusambandið hefur sett og við tekið upp. Áhættan af þeirri dómsmeðferð er fyrst og fremst pólitísk enda dómstóllinn í eðli sínu pólitískur. Hollenskir þingmenn hafa sagt í fjölmiðlum að Íslendingar séu að brjóta samninga með því að samþykkja ekki Icesave. Hvaða samninga erum við að brjóta? Eru einhverjir samningar sem hafa verið gerðir sem við vitum ekki um? Ekki þekki ég til þess að samningar um þetta hafi verið gerðir við Hollendinga eða Breta. Annað athyglivert hefur komið fram hjá hollensku þingmönnunum og það er að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hafi skilyrt aðstoð við Íslendinga við það að Icesave yrði greitt. Hvað eiga þingmennirnir við? Hafa fulltrúar AGS ekki staðfastlega neitað þessu? Ef það er þannig að ríki Evrópu ætli að beita sér gegn Íslendingum þá er það vitanlega grafalvarlegt mál. Nú er mikilvægt að ríkisvaldið taki til varna og svari þeim hótunum sem að okkur er beint. Bretar og önnur Evrópuríki hafa mikla hagsmuni af því að eiga viðskipti við Íslendinga. Nægir þar að nefna að milli 5.000 og 10.000 manns hafa atvinnu af íslensku sjávarfangi í Bretlandi. Það væri því áfall fyrir breskt atvinnulíf ef Íslendingar hættu að flytja út sjávarfang til Bretlands. Þá má ekki gleyma því að alþýðuflokksmaðurinn Gordon Brown beitti hryðjuverkalögum gegn Íslandi og olli með því Íslendingum miklu fjárhagslegu og efnahagslegu tjóni. Við hljótum að verja hendur okkar. Icesave-samningurinn þarf að fá vandaða og hlutlausa kynningu en vandséð er hvernig henni verður við komið. Fæstir fjölmiðlar hafa gætt hlutleysis og eru því vart hæfir til að fjalla um málið. Margir svo kallaðir álitsgjafar úr háskólasamfélaginu hafa tekið afstöðu og gert sig þannig ómarktæka sem hlutlausa aðila. Treysta verður innanríkisráðherra til að sjá til þess að umfjöllunin verði sanngjörn og dragi fram kosti og galla þess að samþykkja eða ekki samþykkja Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
orseti Íslands mat það svo að þjóðin ætti að fá að segja álit sitt á því hvort hún vildi taka að sér að greiða skuldir þeirra fjárglæframanna sem stofnuðu til Icesave-reikninganna. Enginn hefur sýnt fram á að henni beri að gera slíkt skv. lögum. Ekki er deilt um að sá samningur sem nú er á borðinu er 400–500 milljörðum skárri en sá sem ríkisstjórnarflokkarnir vildu fyrst að þjóðin greiddi. Stjórnarandstaðan, forsetinn og þjóðin með undirskriftarsöfnun sinni eiga heiðurinn af þessum bata. Áhætta af nýjum samningi er enn til staðar þótt hún sé minni. Gallinn er sá að við vitum ekki hver hún er, nema að áhættan fer líklega ekki yfir 230 milljarða. Fyrir 230 milljarða má reyndar gera ýmislegt. Áhætta af dómsmáli er vissulega nokkur og óvissan er því einnig til staðar þar. Telja verður litlar líkur á að Bretar og Hollendingar muni höfða mál; fremur muni þeir láta reyna á málið fyrir EFTA-dómstólnum, sem þá gæfi álit um það hvort Íslendingar hefðu gerst brotlegir við þær tilskipanir sem Evrópusambandið hefur sett og við tekið upp. Áhættan af þeirri dómsmeðferð er fyrst og fremst pólitísk enda dómstóllinn í eðli sínu pólitískur. Hollenskir þingmenn hafa sagt í fjölmiðlum að Íslendingar séu að brjóta samninga með því að samþykkja ekki Icesave. Hvaða samninga erum við að brjóta? Eru einhverjir samningar sem hafa verið gerðir sem við vitum ekki um? Ekki þekki ég til þess að samningar um þetta hafi verið gerðir við Hollendinga eða Breta. Annað athyglivert hefur komið fram hjá hollensku þingmönnunum og það er að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hafi skilyrt aðstoð við Íslendinga við það að Icesave yrði greitt. Hvað eiga þingmennirnir við? Hafa fulltrúar AGS ekki staðfastlega neitað þessu? Ef það er þannig að ríki Evrópu ætli að beita sér gegn Íslendingum þá er það vitanlega grafalvarlegt mál. Nú er mikilvægt að ríkisvaldið taki til varna og svari þeim hótunum sem að okkur er beint. Bretar og önnur Evrópuríki hafa mikla hagsmuni af því að eiga viðskipti við Íslendinga. Nægir þar að nefna að milli 5.000 og 10.000 manns hafa atvinnu af íslensku sjávarfangi í Bretlandi. Það væri því áfall fyrir breskt atvinnulíf ef Íslendingar hættu að flytja út sjávarfang til Bretlands. Þá má ekki gleyma því að alþýðuflokksmaðurinn Gordon Brown beitti hryðjuverkalögum gegn Íslandi og olli með því Íslendingum miklu fjárhagslegu og efnahagslegu tjóni. Við hljótum að verja hendur okkar. Icesave-samningurinn þarf að fá vandaða og hlutlausa kynningu en vandséð er hvernig henni verður við komið. Fæstir fjölmiðlar hafa gætt hlutleysis og eru því vart hæfir til að fjalla um málið. Margir svo kallaðir álitsgjafar úr háskólasamfélaginu hafa tekið afstöðu og gert sig þannig ómarktæka sem hlutlausa aðila. Treysta verður innanríkisráðherra til að sjá til þess að umfjöllunin verði sanngjörn og dragi fram kosti og galla þess að samþykkja eða ekki samþykkja
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun