Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands segir að það sé óljóst hvort Íslendingar skuldi Bretum og Hollendingum 5 milljarða dollara sem greiða eigi samkvæmt Icesave samkomulaginu.
Ólafur Ragnar segir að þetta sé óljóst þar sem deilan milli þjóðanna sé lagalega óljós.
Þetta kom fram í viðtali sem sjónvarpsstöð Bloomberg fréttaveitunnar átti við forsetann í dag. Þar var rætt við forsetann um stöðuna í Icesave málinu eftir að hann ákvað að vísa nýjasta Icesave samkomulaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu.
