Víkurfréttir segja frá því á vefsíðu sinni í kvöld að Nick Bradford sé á leiðinni til Grindavíkur og muni klára tímabilið með liðinu. Bradford fór á kostum með Grindavíkurliðinu veturinn 2008 til 2009 en hann þekkir allt körfuboltaáhugafólk á Íslandi endaer Bradford búinn að spila hér mörgum sinnum á síðasta áratug.
Bradford hefur leikið með öllum Suðurnesjaliðunum, Keflavík, Njarðvík og Grindavík, á síðustu tveimur tímabilum en hann spilaði bæði fyrir Njarðvík og Keflavík á síðustu leiktíð. Bradford hafði áður orðið tvisvar sinnum Íslandsmeistari með Keflavík árin 2004 og 2005.
Samkvæmt þessu hafa Grindvíkingar látið bandaríska bakvörðinn Kevin Sims fara en Sims klikkaði meðal annars á 14 af 16 skotum sínum í bikarúrslitaleiknum á móti KR um síðustu helgi þar sem Grindavík tapaði með 22 stiga mun.
Bradford var í miklum ham í Grindavíkurbúningnum veturinn 2008-2009 þegar Grindavík var einu skoti frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Bradford var þá með 20,4 stig, 6,5 fráköst og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í leik en í úrslitakeppninni var hann með 23,7 stig að meðaltali.
Nick Bradford aftur til Grindavíkur
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn

Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni
Íslenski boltinn


55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri
Íslenski boltinn




Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth
Enski boltinn